Söguþráður:
Hann verður tekinn nánast beint upp úr eftirfarandi bókmenntum (og reyndar fleirum) ; Snorra-Edda, Konungsbók, Völuspá, Eddukvæði. Þannig að til að fræðast um söguþráð nægir að lesa…t.d. Gylfaginningu.
Þetta verður 3rd person RPG í anda Planescape:Torment. Notast verður við pre-rendered bakgrunna til að ná fram “betri” grafík. World-map systemið verður svipað FF7…að nánast öllu leyti, þ.e. það verða svona litlar útgáfur að persónunum að skokka um landslag :P
Mikið verður um aukapersónur og mikið er lagt upp úr því að geta talað við sem flesta. Og MJÖG MIKIÐ er lagt upp úr því að geta spilað sem flesta, en söguþráður leiksins snýst þó alltaf um ákveðna atburði og þess háttar.
Leikurinn verður í raun spilaður á þrem til fjórum plönum, fyrst hefur leikmaður kost á þremur persónum, Óðinn-Vilji-Vé… og leikmaður þarf að leysa þrautir og komast að ýmsu til að geta skapað heiminn… (no more info on this part for now…spoilers are bad for the ozone-layer!)
Síðan færast menn yfir í að geta valið úr nokkrum Ásanna, menn þurfa að kljást við borgarsmiðinn, hemja Fenri og ýmislegt fleira. Hugmyndin er að undir lok þessa kafla leiksins fari leikmaður sem Þór með Loka til Útgarða-Loka. Á leiðinni pikkar Þór upp Þjálfa og Röskvu (sbr. goðafræðin) og þau halda síðan til Útgarða-Loka. Hjá honum ganga menn í gegnum ýmsar raunir, kappát við Loga Villield, kapphlaup við Huga, og Þór glímir við Elli Kerlingu, lyftir ketti og drekkur úr bikar Útgarða-Loka (hér verður sko tikkað á takka!!!)…líklegt er að allir þessir viðburðir, ásamt fleirum, verði síðan hægt að spila aftur og verða betri í seinna í leiknum á stað sem verður nokkurs konar mini-game collection (The Gold saucer úr FF7, anyone?)
Að þessum kafla loknum spilar leikmaður sem Þjálfi eða Röskva… og fá bara að velja um Þjálfa eða Röskvu
Síðan er spilað sem mennskur maður sem býr enn í Miðgarði. Þessi hluti leiksins gerist í kringum árið 1000. Ekki hefur verið ákveðið hvern leikmaður spilar…en hugsanlegt er að aftur sé hægt að skipta um charactera og einn þeirra “leggist undir feld” (<—HINT HINT!!!) Í þessum kafla leiksins verður allt sem maður hefur gert hingað til lagt á vogarskálarnar, svo að segja. Ef manni hefur gengið illa verður erfiðara að forðast Rangarök… en hinsvegar eru multiple endings í þessum leik, eins og öllum almennilegum leikjum!!!
Ég fór kannski soldið off-topic… en það hlýtur að vera í lagi… vonandi nennið þið að lesa þetta, og njótið