heh, nú er hárið flottara og augun að bögga mig… Ég á eftir að gera þig alveg tjúll hérna! :P
Hún er samt góð, fíla viðbeinin í tætlur! :)
Vinstra augað, frá okkur séð, er dekkra en hægra augað, en samt hulið hári.
Einnig held ég að það hjálpi að klippa af henni (bara diggital klipp, sko) á miðjum öxlunum, eða rétt fyrir neðan, þar sem þú lagðir ekkert í kroppinn þá ætti hann ekki að taka yfir helming myndflatarins.
Æ, það er svo erfitt að útskýra þetta allt saman svo ég tók mér leyfi til þess að fikta aðeins í henni í fótósjopp bara svona til þess að skýra mál mitt:
http://www.this.is/alliat/myndir/tillaga.jpgÞað sem ég gerði var:
-Föndraði aðeins við augað.
-Klippti fyrir neðan axlir, eða svona hér um bil.
-Dekkti útlínurnar.
-Bætti við svona “V” dæmi á milli viðbeinana (viðbeinin eru flott! :).
Svo varðandi kroppinn, ég mæli með því að þú kaupir þér eitt af þessum hörmulegu vaxtaræktartímaritum og teiknir upp úr þeim.
Ekki reyna að teikna alla manneskjuna á myndinni, heldur reyndu frekar að einbeita þér á eitthvað ákveðið svæði á henni. Gera t.d. bara handlegg á eitthverju vöðvatröllinu og gera hann það stóran að hann fylli heilt A4 blað. Gera það síðan aftur og aftur með marga handleggi þangað til þú ert ánægður, þá taka eitthvern annan part fyrir. Gætir auðvitað líka skellt þér á anatómíubók/bækur, en þær eru oft svo dýrar (kaupa sér skanna fyrst! :P ).