Langaði bara að láta áhugasama vita af því að það verða engin myndasögunámskeið hjá Skúrnum í haust og ekki á Íslandi í náinni framtíð þar sem ég er að flytja af landinu.
Stefnan er þó að færa Skúrinn yfir á netið í fjarnámsstíl eftir áramót og svara þar með eftirspurn eftir slíku sem hefur verið þó nokkur.
Þar sem það skiptir mig litlu hvar ég bý, vinnulega séð, mun ég halda áfram að teikna í DV og þau blöð sem ég þegar vinn fyrir enda auðvelt að vinna yfir netið, eins og ég geri nú þegar.
Stefnan er svo sett á útgáfu á stórri sögu, við fyrsta tækifæri, eins og ég hef reyndar ætlað mér (of)lengi, he he! :)
Nóg er af myndasögugaurum eins og mér í Hollandi (flyt þangað) og er ég þegar búinn að koma mér í samband við nokkra og hlakkar mikið til að hitta þá. Það verður gaman að geta fengið komment á verkin sín frá klárum gaurum og vona ég að ég taki út næsta stig á mínum ferli :)
Mínar allra bestu kveðjur,
Ingi
…mun auðvitað halda áfram að pikka eitthvað hérna …enda er Hugi alltaf nálægt ;)
www.facebook.com/teikningi