Ég veit nú ekki betur til þess að þessar sögur séu þýddar á móðurmál þeirrar þjóðar þar sem þær eru birtar, hvar sem er í heiminum. Afhverju ætti Ísland eitthvað að vera öðruvísi?
Mér finnst þetta bara mjög gott framtak hjá þeim að halda þessu við, enda hafa íslensk ungmenni ekki annað en gott af því að lesa smá íslensku í þessu samfélagi sem er ekkert nema útúr sýrt af útlensku á allan mögulegan hátt.
Virðiði nú tungumálið ykkar aðeins, það tala ekki nema tæplega 300.000 manns það og það hefur gengið ágætlega hingað til að varðveita það.
kv.
Gústi<br><br>————————————————————
Þagalt og hugalt
skyli þjóðans barn
og vígdjarft vera,
glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sín bíður bana.