Flott hjá þér.
Andlitið virðist mér bara vera í fínasta lagi. Hendurnar eru báðar pínu skrítnar, vinstri öxlin er rosalega mikið upp í loftið, en sú hægri verður svolítið grönn við olbogan ;)
Vinstri löppin er líka pínu skrítin, lærið mætti vera mikið lengra.
Svo smá spurning, afhverju teiknaðirðu ekki fæturna? Ef þú heldur að þú getur það ekki, þá er miklu betra að gera það illa, heldur en alls ekki.
Ok, nú finnst mér ég vera orðinn vondur :( En það sem þú þyrftir að gera, er að bæta kannski við nokkrum línum til að ná smá dýpt í myndina og svo er mjög gott að skoða myndasögur þegar þú ert að teikna, ekki þá til þess að afrita myndir heldur til þess að skoða og skilja afhverju þeir setja línurnar á þá staði sem þeir gera ;) Svo verðuru að muna að smá sveigja í einu pennastriki getur breytt voða miklu. :)
Ég skoða mikið sögur og reyni að leiða hjá mér alla liti og reyna bara að sjá blekteikninguna.
En annars, haltu endilega áfram að teikna, því eins og þú hefur sjálfur sagt, æfingin skapar meistaran ;)
Kv.
Gústi<br><br>————————————————————
Þagalt og hugalt
skyli þjóðans barn
og vígdjarft vera,
glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sín bíður bana.