Ég var úti í Kentucky fyrir um 2 árum og fór þar í svona hálfgert “kolaport” sem seldi allskonar shit og drasl, og ég ætlaði að leita af einhverjum comic-um en fann engin.
Ég var búinn að leita og leita, svo loksins spurði ég einhvern grútskítugan redneck og hann benti eitthvert og upp í loftið, ég hélt náttúrulega bara að þetta væri einhver psycho hillbilly en svo leit ég upp í loft, og þá reyndust vera fullt af comics upp í loftinu, 2 og 2 saman á 5$.
Þar sem ég er mikill Spider-man aðdáandi, ef ekki mesti á Íslandi, þá ætlaði ég að kaupa þarna eitt 30th aniversary edition blað, en svo kom upp úr krafsinu að ég var að kaupa líka blaðið sem var fast við það, ég gat ekki valið um hvaða blöð ég vildi, en ég keypti þetta bara, samt frekar pirraður en já 5$ eru ekki mikið.
Svo er ég að skoða þetta þegar ég kem heim, og þá sé ég að hitt blaðið er ekkert annað en Sandman (1985) issue 1#, ég fékk bara vægt shock, og gersamlega gleymdi Spider-man blaðinu.
Þannig að þarna var ég kominn með 30th aniversary edition af Spider-man blaði (featuring the shocker) og ekkert annað en Sandman issue 1#…og á 5$.

Nokkuð gaman af þessu, og þess má til gamans geta að bæði blöðin voru í perfect mint condition, í plasti með pappa og öllu.
Ferðamálaráðuneytið