Þegar ég fór á bókasafnið þá uppgötvaði ég nýtt lesefni. Ég sko les yfirleitt bara einhverjar unglingasögur á íslensku. En á borgarbókasafninu eru svona teiknimyndasögur á ensku og ég hef séð einhverjar bekkjarsystur mínar vera að glugga í þessar bækur en ég hef aldrei haft neinn áhuga. Allaveganna ég loks fór að skoða þarna og las aftan á nokkrar bækur og barasta skildi þetta allt, er bara 13. En svo valdi ég mér bók sem heitir “Peach girl”. Tók nr. 5 og 6 , ég kláraði þessar bækur á einu kvöldi. EN semsagt þær fjalla um stelpu sem heitir Momo og hún er 16 ára (held ég), hún á kærast sem heitir Toji. Toji er algjör draumaprins. En svo er önnur stelpa sem heitir Sae, hún er sú vond og reynir að láta Toji og Momo hætta saman og þannig. En sjálf er hún hrifin af Toji en samt er hún með strák sem er kallaður gigalo. Eða mér finnst hún eiginlega bara vera að nota hann. En í þessum bókum gerist soldið hræðilegt fyrir Momo, endilega lesa þessar bækur ! Núna er ég bara að bíða eftir að komast í bækur nr. 1, 2, 3, 4, …. og 7 …. Svo var ég líka bara svo glöð yfir að skilja þetta allt, ég veit að þetta er samt ekki voða hard lesefni en samt. EN jæja nú er komið nóg…
kv. Punturis