Heibb!
Til að vera klár að teikna krefst þess að “teikna” allt sem er í kringum þig.
Prufaðu að taka fyrir einhver ákveðin atriði eins og hendur, höfuð, bíla og gefa þér viku í hvert viðfangsefni. Skoða myndasögublöð til að sjá hvernig aðrir gera þetta.
Kaupa nóg af “how to” bóku úr öllum stílum og lesa þær - ekki bara skoða :)
Það er ekkert sem segir hvort þú sért að skoða “réttar” síður eða ekki -því allt er þetta gott og gilt.
Svo er myndasaga ekki bara persónur og læti þeirra á milli - heldur þarf að staðsetja þær inní rými. Þú þarft að geta teiknað bíla, bolla, borð, hús, brýr, flugvélar frá öllum mögulegum sjónarhornum - fjarvídd er því einnig nauðsyn.
Maður lærir mest á því að “gera” - Taktu flotta blaðsíðu úr myndasögublaði og teiknaðu hana eins líka frummyndinni og þú mögulega getur og veltu fyrir þér hversvegna hitt og þetta í myndinni er eins og það er.
Það má læra heilan helling af því að herma eftir - mundu bara að þú verður að klára það sem þú byrjar á - það er stóri sannleikurinn við myndasögugerð :)
Kær kveðja,
Ingi
<br><br>Kveðja,<a href="
http://www.ingi.net“>Ingi</a>
—————–
<font color=”#FF0000“><a href=”
http://www.skurinn.ingi.net“><b>Myndasöguskúrinn</b></a>-Komdu og skoðaðu!</font>
<b><i><font color=”#FF0000“>Tékkaðu á<a href=”
http://www.hugi.is/myndasogur"> myndasögu</a>áhugamálinu!</font></i></