THE AUTHORITY THE AUTHORITY
blöð 1-12 skrifuð af Warren Ellis “Íslandsvinur”(Transmetropolitan)
blöð 13-29 skrifuð af Mark Millar(The Ultimate X-Men) nokkur blöð þarna inn á milli, “Transfer of Power” sagan, voru skrifuð af Tom Peyer

Núna var fjórða bókin að koma út í Authority seríunni og endurprentar hún blöð 22-29 þannig að mér fannst tilvalið að segja frá þessari seríu.

Allt byrjaði þetta á Stormwatch, Warren Ellis skrifaði með reiði, hatri og fúlum kjafti sögur um ofurhetjur sem gerðu hlutina á sinn eigin hátt. Stormwatch átti sína góðu punkta en náði víst aldrei neinum rosalegum vinsældum og endaði sú sería með því að Warren Ellis lét hið fræga Alien drepa mest allt teamið í ALIEN crossover bók.

Það var eitthvað sem heillaði Ellis aftur að karakterunum og varð því til serían “THE AUTHORITY” sem hann skrifaði samhliða öðru verkefni, “Planetary”. Hann hafði losað sig við alla afgangana og leiðinlegu karakterana og tekið út hetjur með vægast sagt fjölbreyttan persónuleika. “THE AUTHORITY” átti að vera saga um hetjur sem takast á við hættulegustu ógnir við hinn nútíma heim. Þessar ógnir voru annað hvort hybrid imperialists frá annarri vídd, þar sem við kynntumst geimbastarðinum Yngva, eða Guð sjálfur.
Authority liðið samanstóð af ýmsum social rejects sem hverjir voru mjög einstakir.

Jenny Sparks:
Andi 20 aldarinnar. Hún er breskur feministi með attitude og reykir eins og strompur. Hún er hér til að breyta hlutunum, jafnvel þó að hún hafi reynt það oft áður og mistekist í hvert einasta skipti á einn eða annan hátt. Hún lætur ekki vaða yfir sig og þeir sem standa í vegi hennar skulu biðjast fyrirgefningar synda sinna.

Jack Hawksmoor:
Guð borganna. Eftir að geimverur gerðu ýmsar tilraunir á honum á unga aldri er hann orðið það háður borgaralegri vist að hann þjáist talsvert og verður nær dauða ef hann fer út fyrir borgarmörkin. Hann, eins og Jenny, er maður sem lætur ekki vaða yfir sig.

The Doctor:
Uppdópaður hippi sem hefur vald til að breyta veruleikanum eins og honum sýnist. Hann er celebrity eins og helstu rokkstjörnur, þeas sem dóu úr O.D

Swift:
Asísk stelpa úr gamla Stormwatch teyminu. Hún er með vængi og getur flogið. Í raun er hún dæmigert X-Men mutant og þegar ég lít aftur þá er hún meira eða minna gagnslaus þótt að hún sé svo sem ágætur karakter.

The Engineer einnig kölluð Angie af nánum vinum:
Hún skipti út slatta af blóði fyrir nanomachines sem gera henni kleyft að búa til alls konar gadgets til að limlesta og/eða koma friði á. Hún þráir ekkert heitar en að hafa kynmök við sveittan (mexíkóskan?)karlmann.

Apollo:
Superman rip off dauðans og hinn fullkomni aríi. Hann er hávaxinn, vöðvastæltur og með sítt ljóst hár. Hann lifir á sólarorku og er með… you know… superman stæla. Hann á í opinskáu ástarsambandi með æskuástinni sinni, Midnighter.

Midnighter:
Talinn vera einn hættulegasti maður í heimi. Hann getur sigrað þig á þúsundi vega og er fljótari en skugginn að skjóta. Hann á til með að slá höfuðið af fólki með ýmsum járntólum eins og professional golfari. Hann klæðist ávallt í leðurmúnderingi eins og gimp og er það eflaust vegna sambands síns við Apollo.

Saman berjast þau á móti alls konar geðsjúklingum sem hafa ekkert betra að gera en að fá út úr honum við fjöldamorð og annan sora.

Serían hefur átt í erfiðu basli sérstaklega í kringum 11 september þegar blöðum var seinkað vegna innihalds. Millar hefur nokkrum sinnum tjáð sig um hina ógeðslegu ritskoðun sem fer fram innan DC(Wildstorm er dótturfyrirtæki DC ef ég man rétt) og hefur sagt að hann muni ekki vinna aftur undir þeim meðan núverandi stjórn er við stjórnvölin(humm Authority hvað?)
Ellis náði að toppa flest allar súperhetjur sögur með sínum sögum og margir telja að hann hafi verið hálf smeikur við að halda áfram í þeim ótta að hann myndi ekki ná sinni fyrri dýrð. Eftir að hann hætti tók Mark Millar við sem tók uppstillingu Warren Ellis og gerði hluti sem sumir hefðu mesta lagið gælt við í mínútu eða svo. Í heimi Millars voru ofurhetjurnar ekki heimskir fábjánar með naríur utan á buxunum sem börðust fyrir bandarískum hugmyndum. Þessar hetjur tóku mið af öllum heiminum og réðust á þá illsku sem leynist í okkar nútíma heimi, stríðsherrar og aðrir einvaldar. Þetta var ákveðið stökk frá hinum venjulegu ofurhetjum sem börðust við fávita sem ætluðu að ræna banka, drepa forsetann(foresta bandaríkjanna þeas) eða einhverjir fábjánar sem vildu fá frægð út á að drepa ofurhetjurnar sjálfar.

Margir skrifuðu gegn sögum Mark Millars, þar á meðal Íslandsvinirnir Warren Ellis og Grant Morrison. Það er talið að þeir hafi gert það einungis vegna þess að þeim datt ekki í hug að gera það fyrstir og hafi þess vegna reynt að draga efnið niður. Eins og Mark Millar sagði einu sinni að þá átti the Authority að fara yfir þá línu sem The Avengers þora ekki að fara yfir.

Vinsældir THE AUTHORITY voru gífurlegar og vinsælari en Superman sjálfur(blár spandexdrjóli með fabíóklippingu, hver vill lesa það?). Þess vegna er það sárt að sjá Mark Millar fara. Tvær spin-off(snúa-af?) seríur hafa komið, The Monarchy og The Establishment. Hvorugar eru eitthvað spes og eru ekki einu sinni með tærnar þar sem THE AUTHORITY var með hælana. Ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak, annaðhvort í Nexus eða á Amazon or whoever you get your drugs from, ef það vill fá að lesa almennilegar sögur sem hafa gjörbreytt ofurhetju ímyndinni. Skrifin eru góð(annað en skrifin mín hér á huga :P) og karaktersköpun er í ríku mæli. Nóg er af blóði og öðrum limlestingum sem koma vel út í teikningum Hitch og Quietly auk annarra gestateiknara.

Eins og Jenny orðar það:
“Don't piss us off”




Heimildir:
Hér og þar, aðallega bækurnar sjálfar en einnig nokkrar frá http://continuitypages.com
[------------------------------------]