Jhonen Vasquez.
Snillingur, í það minnsta að mínu mati. Höfundur klassískra teiknimyndasöguverka eins og Squee, Johnny The Homicidal Maniac, I Feel Sick (personal favórít :) og hins goðsagnakennda Bad Art Collection, vinsælasta salernislesning Eystri-Mongolíu. En hvað í fjandanum er maðurinn að gera núna, spyr margur.
Það hefur ekkert heyrst í gaurnum síðan hann gaf út Fillerbunny #2 og það getur nú varla talist tímamótaverk, þótt skemmtilegt sé.
En hvað er gaurinn að bauka? Ábyggilega eitthvað ógeðslegt í augnablikinu, en fyrir utan hvað hann er að gera as we speak þá vil ég benda Jhonen-þyrstum aðdáendum á það sem hann hann var að gera fyrir ekki-svo-löngu-síðan.
Jhonen var að gera teiknimyndir. Þær hétu Invader Zim. Þættirnir fjalla í stuttu máli um litla græna, megalómaníska og veruleikafyrrta geimveru sem send er til jarðar til að ná yfirráðum.
Ég nenni ekki að útskýra frekar um plott þáttanna, en frekar stílinn. Því þættirnir eru algerlega teiknaðir í Jhonen stílnum, með öllu maníska outburstinu og furðulegu tilvísununum að svínum o.fl.
En hvar geturðu nálgast þættina? Á netinu. Því miður fyrir ykkur smábandbreiddinga (me included), þið verðið bara að níðast á vinskap félaga ykkar og fá að sækja hjá honum. Meðal staða þar sem þú getur sótt þá er með peer 2 peer forritinu kazaalite (kazaalite.com. Ekki nota kazaa venjulega, það er krapp sem treður allskyns jukki í tölvuna þína). Einnig geturðu farið á google.com og leitað þar, ég fann þannig server með allri Fyrstu seríu, en því miður er ég ekki með urlið núna, pósta það kannski síðar… En það einmitt minnir mig á annað. Vegna “parental consern” voru þættirnir teknir úr framleiðslu í miðri annarri seríu. Nickolodeon shits! Til þess að anna eftirspurn barna eftir Sci-Fi maníu settu þeir í staðinn þættina Butt-Ugly Martians. Bad call. En annars, endilega aflið ykkur þessarra þátta, þeir eru vel þess virði.
Fyrsti þátturinn heitir Invader Zim – The Nightmare Begins.