Algjört möst hjá mér á hverjum morgni þegar ég mæti í vinnuna er að líta á Comics.com, þar eru núna held ég um 70 myndasögur að finna, uppfærðar daglega að sjálfsögðu.

Hins vegar færi allt of mikill tími í að lesa allar (og ekki allar eru að mínum smekk) þannig að ég er bara búinn að bookmarka topp 15 eða svo (þar er auðvitað að finna Dilbert, en ég mæli sérstaklega með Rose is Rose, Over the Hedge og Robotman, ekki kannski þekkt hér á landi almennt).

Svo klára ég myndasögutúrinn á morgnana á www.userfriendly.org/static (harður tölvuhúmor.. ekki fyrir alla).

Svona byrjar maður vinnudaginn glaður í skapi :)
Summum ius summa inuria