Marvel Comics
skrifað af: Paul Jenkins
Teiknað af: Andy Kubert
Litað af: Richard Isanove
Fyrir nokkrum mánuðum hófst sería sem átti að segja frá sögu Wolverines úr X-Men. Þetta er uppruna sagan sem allir höfðu beðið eftir. Hver er og hvað var Wolverine áður en hann varð X-Maður? Paul Jenkins(Sentry) var fenginn til að svara þessum spurningum ásamt öðrum.
Það fyrsta sem hægt er að segja um þessi sex blöð eru að þau er afar vel teiknuð og litunin er sérstæð og skipar sinn sess í að segja söguna. Ég vil ekki segja mikið frá sögunni þar sem það gæti spoilað fyrir þá sem eiga eftir að lesa söguna. Ég verð að segja að þegar ég las fyrsta blaðið þá var ég ekkert rosalega impressed yfir söguna, alla vega greip hún mig ekki strax. Ég fékk svona smá “Anna í grænuhlíð” tilfinningu þegar ég las fyrsta blaðið en hún fer svo að verða dekkri þegar lengra er komið.
Persónulega finnst mér Sentry og Inhumans betri en Origin þó að þetta sé ekki lélegt, langt frá því. Sagan er þó hálf sorgleg og drungaleg í sömu andrá.
Fyrir þá sem eru X-Men/Wolverine aðdáendur þá mæli ég eindregið með því að kaupa sér bókina þegar hún kemur. Annars er þessi saga fín sem sjálfstæð saga.
[------------------------------------]