–Strange Killings–
Avatar
Skrifað af: Warren Ellis(Transmetropolitan)
Teiknað af: Mike Wolfer

Íslandsvinurinn(djöfuls hata ég þetta orð) Warren Ellis skrifar hér enn eina söguna um hinn kalda og miskunnarlausa SAS manninn, Sergeant Major William Gravek. Hann er einhvers konar Warlock sem starfar hjá Breska ríkinu en þegar spurt er um hann veit enginn neitt um hann eða öllu er neitað. Hann leyfir sér ýmislegt sem aðrir myndu hrylla yfir.

Warren Ellis hefur skrifað tvær aðrar þriggja blaða seríur um þennan geðsjúkling. Þær ganga undir nafninu Strange Kiss og Stranger Kisses þar sem hann barðist við viðbjóðslega eðluperverta og klámleikstjóra. Stundum hryllir mér við heimilislífinu hjá manninum þegar ég hugsa um hvernig það hlýtur að vera. Alla vega er hann ekki heill í kollinum.

Nýjasta sagan hans fjallar um þegar William Gravel þarf að fara inn í fangelsi sem annar göldróttur gutti hefur tekið yfir. Í raun er sagan ekki meiri þar sem þetta er frekar stutt sería.

Teikningarnar eru eins og í fyrri sögum Ellis hjá Avatar, gerðar af Mike Wolfer. Þar sem Avatar er ekki eitt af stóru númerunum þá er þetta blað í svart og hvítu fyrir utan coverið. Mér finnst það samt engin fyrirstaða þar sem sagan skiptir máli og framsetning hennar. Sagan er stutt og er að mörgu leyti bara eitt af útrásum Ellis en hann er dáldið uppfullur af reiði og hatri sem hann sér sér einungis fært að fá útrás í formi Comics.

Fyrir þá sem eru mikið fyrir blóðsúthellingar, innyfli og annan viðbjóð þá er tími til að skella sér á þessi blöð. Mæli samt eindregið með því að hafa þau ekki á glámbekk þar sem gestir gætu farið að efast um geðheilsu þína.
[------------------------------------]