Svona hljómar undirskriftin á nýrri seríu frá Dark Horse. teiknað af Francisco Ruiz Velasco(Battle Gods) og skrifað af Mike Kennedy. Lone Wolf 2100 er eitt af mörgum góðum dæmum hvernig Bandaríkjamenn reyna að nýta góðar seríur. Ef það virkar þá er gott að búa til svokallað Gaiden eða hliðarsögu. Ég keypti fyrsta blaðið af einskærri forvitni og vegna þess að ég er þvílíkur aðdáandi upprunalegu seríunnar. Teikningarnar eru flottar utan krakkann sem lítur út eins og uppblásin Garbage Pail Kids krakki. og að mörgu leyti vel gert blað. Sagan er frekar tóm og það er ekkert sem grípur mann í fyrsta blaðinu og spurning er hvernig hin blöðin verða en þau verða alls fjögur.
Til að gefa ykkur smá smjörþef af sögunni þá kemur hérna smá lýsing:
Eins og má giska þá gerist þetta í kringum árið 2100. Vírus(War SPore), sem skapaður var af mönnum, hefur drepið stóran part af mannkyninu og gert flest alla staði óhæfa til að lifa á. Inn í þetta blandast 4-5 ára dóttir vísindamanns. faðir hennar vann að lækningu fyrir plágunni. Blaðið lýsir frekar illa afhverju þessi stelpa og fyrrum lífvörður vísindamannsins eru á flótta vegna þess að þau hafi verið stimplaðir morðingjar. Þessi lífvörður heitir Itto og á víst að vera ”Lone Wolf“ og stelpan er ”The Cub". Itto er einhvers konar vélmenni sem drepur alla með því að höggva þá í tvennt með höndum sínum. Þau tvö eru meira eða minna á flótta í fyrsta blaðinu.
Persónulega fannst mér þetta ekkert rosalega grípandi en það er spurning hvernig næstu 3 blöð verða, þeas ef ég tími að kaupa þau. Annars eru teikningarnar flottar og ég verð að segja sem svo að mér líki stíll Francisco afar vel.
[------------------------------------]