Hæ!
fyrir ekkert alls löngu var ég í fornbókabúð Braga og sá bók sem bar nafnið the ultimate Silver Surfer,ég keypti hana og var byrjaður að lesa hana á leiðinni heim. og rakst á þessa áhugaverðu frásögn eftir Stan(the man)Lee sem sagði frá frá því hvernig Silver Surfer varð til.Svo ég ákvað að skrifa örlítið um það.

Þeir Jack(the king)Kirby og Stan sátu einn dag við teikniborðið og voru að gera hvert Fantastic four blaðið á fætur öðru.Þeir voru að ræða um það hvernig plottið í næstkomandi sögum gæti verið.
Eins og allir vita er það lífsnauðsyn í súperhetju-sögum er súper-óvinur.Óvinur getur gert myndasögur ógleymanlegar.
Stan byrjaði þá að segja Jack frá Því sem hann hafði séð fyrir sér þegar honum datt þessi karakter í hug.Áður en hann vissi af var Kirby búinn að teikna mynd af(ja nú verðiði hissa)GALACTUS!!!!
Nú jæja, stuttu síðar byrjaði Stan að semja nýja fantastic four sögu sem átti að sjálfsögðu að innihalda Galactus.
Nokkrum dögum síðar byrjaði Jack að teikna söguna en Stan skrapp út eftir hádegismat Þegar hann kom aftur var Jolly Jack mjög ánægður að sjá og sýndi Stan það sem hann hafði teiknað.
Þarna var stór mynd af Galactus en í miðjunni var einhver auli á fljúgandi hjólabretti eða eitthvað álíka.
Það fyrsta sem Stan gerði þegar hann sá´ann var að hlæja.
Þá hvarf brosið af Andliti Jacks og han varð bara reiður að sjá .
Hann útskýrði fyrir Stan að sér hefði dottið í hug
þennan karakter því að í sögur þeirra vantaði einhvernskonar
land(plánetu)könnuð.Ástæðan fyrir brettinu er að hann var orðinn dauðþreyytur á því að teikna geimskip.
Þannig að Stan og Jack tókst að samþykkja þennan karakter og breyttu þessu úr Fantasticfoursögu í nýja seríu um Silver Surfer.
Búið og bless.