Þegar ég las um þetta nýja myndasögublað Thalía í Fréttablaðinu fylltist ég strax mjög miklum áhuga og ákvað því að fara nið´rí Nexus og kaupaða(reyndar var blaðið ókeypis)mér finnst sögurnar nokkuð góðar og ætla að segja aðeins frá þeim
GARPUR 0G BÓBÓ
eftir Birgir Hrafn Búason
Þessi saga fjallar tvo vini sem heita þesum skondnu nöfnum.
Garpur þráir það mest að vera með draumastelpunni(eins og flestir).En einn dag þarf hann nauðsynlega að fara með hundinn sinn í skólan og þá fara hjólin að snúast.
Sagan er eingöngu blýantsteiknuð og gefur henni skemmtilegann náttúrulegann blæ.
stjörnugjöf:***1/2
ELITE
eftir Jóhann Sigurðsson
Að mínu mati finnst mér þessi saga best.
Hún fjallar um strák sem vill gjarnan deita gamla vinkonu. Hún er aftur á móti á þeirri skoðun að hann þurfi fyrst að komast í elítuna.Næstu daga margbraut hann heilann um það.Þartil skyndilega að hann hittir stórskrýtinn afgreiðslumann sem reddar honum fullkomlega.Teikningarnar eru alveg einstaklega skemmtilegar Því að bakgrunnurinn eru ljósmyndir.
stjörnugjöf:****
LAMBAKJÖT
eftir Tryggva Björgvinsson
Þessi myndasaga fjallar um strák sem heitir Tumi.Tumi ákveður að halda Partý eftir ball sem átti að vera sama kvöld(ástæðan fyrir því að hann heldu eftir partýið er svo hann geti höstlað eitthvað.
Teikningarnar njóta sín mjög(höfundurinn hlytur að hafa mikla hæfileika á því sviði) vel en sagan er ekki alveg nógu góð.
stjörnugjöf:***
R.I.D
eftir Guðmund Arnar Kristínarson og Ólaf Jens Ólafsson.
Ég ætla ekkert að lýsa söguþræði þessarar myndasögu(hann er soldið skrýtinn og furðulegur).En teikningarnar eru aftur á móti himneskar,þær eru einfaldari en ALLT!!!
Sagan er líka mjög fyndin en mér leiðist það að hún skuli vera á ensku.
***
KRISTINN FER Á FLAKK
eftir Halldór Marteinsson
Að sjálfsögðu fjallar þessi saga um mann sem heitir Kristinn.
Hann vinnur á fyrirtækinu fyrirtækið hf.og heldur þar ræður og fyrirlestra um skoðanir mannsins Jens Kristófer.Kristinn er hnsvegar að verða leiður á því djobbi og ákveður því að ara á flakk.
snilldarteikningar.
stjörnugjöf:***1/2
E!
eftir Hlyn Hallgrímsson
E er einmana ofurhetja sem gerir hvert glappaskotið á fætur öðru.En einn daginn ákveður hann að ráðast á sértrúarsöfnuðinn Hrossið sem endar ekkert alltof vel.
Teikningarnar fera soldið í taugarnar á mér annars er sagan fín.
stjörnu gjöf: ***
Þetta eru sögurnar í Thalía 2002 og ég bíð spenntur eftir næsta blaði.