Einhver verður að skrifa greinar hingað og hef ég nú tekið það að mér höndum tveim. og topicið er:
BÓKASÖFN
Ég fékk mér nýverið bókasafnskort aftur. Ég hef ekki haft bókasafnskort síðan ég var lítill stubbalingur á Ísafirði, svo ég var í smá vanda hvað ég ætti eiginlega að gera við þetta. En svo kom það.
Ég tók hálfgert víðáttubrjálæði í teiknimyndasögurekkanum.
Á síðastliðnum mánuði hef ég líklega lesið ca 20 bækur af 10 mismunandi titlum, þar á meðal Maus e. Art Spiegelman, Batman: Killing Joke og Dark Knight Returns, The Invisibles o.m.fl.
Bókasöfnin eru gullin tækifæri fyrir þá sem langar að kynnast nýjum titlum og höfundum og expanda soldið hvað er verið að lesa, eða bara finna hugmyndir að stíl/ karakterum.
hmm… lokapunktur… bókasöfn rúla. Hvað finnst þér?
Fleebix
www.atlividar.com (mínar kjánalegu sögur)