Batman: The Killing Joke Batman: The Killing Joke

Saga : Alan Moore
Teikningar : Brian Bolland
Gefin út af : DC Comics
Árið : 1988

Jokerinn er elsti óvinur Gotham borgar.

Í þessari myndasögu, The Killing Joke kynnumst við Joker áður en hann varð Jókerinn. Við fáum ekki að vita nafnið á honum en við fáum að vita að hann var uppistandari, mjög lélegur uppistandari. Hann var giftur og þau voru að fara að eignast barn. Eitt kvöldið kemst hann að því að konan hans hafði orðið fyrir raflost og dáið, hannlendir hann með eitthverjum glæpalíð og fara þau í eitthvað hús. Lögreglan kom á eftir þeim og Batman fljótt á eftir. En rétt áður en Batman nær honum þá dettur hann í gruggugt vatn, eitthvað í vatninu gerði húðina hans hvíta og hárið grænt. Hann hafði orðið nær brjálaður af sorg eftir að hann heirði um konuna en eftir þetta fór hann alveg yfirum og brjálaðist.

Mörgum árum seinna fer Batman að tala við hann á geðveikrahælinu en það kemur í ljós að hann er ekki á því, bara eitthver maður með græna hárkollu og hvítt málaður. Jókerinn ætlar nefnilega að hefna sín á Batman og ætlar að nota alla sem eru nákomnir batmans til þess.

Þetta er alveg frábær myndasaga og er ekki síðri en The Dark Knight Returns eftir Frank Miller. Eina sem mér finnst að er að batman bíllinn er nokkuð asnalegur, annars er þetta frábær myndasaga.