Ég var að lesa Hellblazer nr. 168 ,,A Fresh Coat of Red Paint" eftir Azzarello. Helvítis bastarður er John Constantine orðinn. Hann er loksins kominn úr þessu píslarvottahlutverki sem flestir hafa skrifað hann í, jafnvel eðalsveinar eins og Garth Ennis. Hann hefur alltaf átt að vera bastarður, en veigrar sér svo yfir smásálum í vandræðum og bjargarlausum smástelpum. Azzarello virðist ætla skrifa hann sem kaldan svikahrapp/seiðkarl (hvernig sem maður lítur á það) sem er jafn misheppnaður og andstyggilegur og hann er heppinn, fersk tóbakstybba í áður staðnaðan karakter. Blaðið er snilld, það besta hingað til í Hellblazer Azzarello síðan Hard Times serían (Highwater var nú líka ágæt) byrjaði. Svo tekur blaðið líka upp söguna þaðan og skilur mann eftir með fleiri spurningar/pælingar en áður.
Töluspils atriðið á fyrstu blaðsíðunum argasta mör, hef sjaldan ef aldrei hlegið eins mikið.
Hvernig finnst ykkur Azzarello vera að taka á Hellblazer. Smá Feedback…Nenni ekki að lesa fleiri greinar um Manga og verðandi skopteiknara.
Schistosoma haematobium