Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hvernig fólk er að fíla Bjálfa. Ég byrjaði að teikna hann með vini mínum, vinur minn teiknaði einandann hans “einhver” hét hann. Þeir eru nokkuð öflugt teymi saman og ég vona að fólk taki honum vel. Ég hef ekki ennþá getað komist í skanna svo ég hef ekki geta látið ykkur fá að sjá nema Paint útgáfu af Bjálfa. Hann er ekkert mikið glæsilegri venjulega en mun stílhreinni. Bjálfi lítur kannski ekki endilega út fyrir að vera merkileg persóna en hann er það svo sannarlega, það er ástæðan akkuru ég vill að það sé hægt að byrta teiknimyndasögur á Huga, svo fólk geti séð hvurslags ævintýrum hann lendir í. ég skal segja ykkur frá nokkrum plottum: í einni sögunni sér hann pulsu, borðar hana og deyr, í anarri borðar hann ristavél sem “einhver” á og er síðan veiddur í gildru…ég vona að ég geti byrt þessar sögur hér á huga því þær eru mjög….tæknilegar
Gourry þú lofaðir að gefa mér þitt álit á honumBjálfa og ég vill endilega að aðrir gera það sama