Battle Chasers Battle Chasers
Image comics(áður Cliffhanger comics)

Battle Chasers er hugarfóstur Joe Madureira, einn vinsælasta teiknara í comic bransanum í dag. Með stíl sínum hefur Joe Mad náð gífurlegum vinsældum. Hann blandar bæði hinum vestræna stíl og austrænum Manga stíl og útkoman er Joe Mad. Þessi stíll er það vinsæll að margar “eftirhermur” hafa sprottið upp og mörg fyrirtæki leita að svona eftirhermum í þeirri von að þeir geti selt fleiri blöð en venjulega.

Battle Chasers er Fantasy saga í anda Final Fantasy. Galdrar og vísindi blandast saman í svona hálfgert steampunk fantasy.
BC fjallar um unga stúlku sem heitir Gully. Faðir hennar, Aramus, er ein aðal hetja konungsríkisins. Gully lendir í því að ókunnugir aðilar koma í heimsókn til heimili hennar, þeir klæðast brynju konungríkisins en ekki er allt með feldu. Áður en hún veit af þarf hún að flýja ófreskjur sem ásælast kistu sem faðir hennar skildi eftir. Á flótta sínum hittir hún Calibretto(War Golem) og Knolan(Wizard) sem leggja verndarvæng sinn yfir hana. Hún nær að opna kistuna með hjálp Knolans og sér að þetta eru hanskar föður síns. Gripur sem hefur að ráða gífurlegum krafti. Upp úr þessu upphefst leiðangur sem leiðir þau til höfuðborgar konungríkisins. Á leiðinni hitta þau fyrrum vin Aramus, Garrison sem er fallinn riddari.

Inn í þetta blandast smá pólítík og plot, sem er gaman að fylgjast með. Teikningarnar eftir Joe Mad eru fallegar og kröftugar og litirnir eru vel unnir af Liquid Entertainment. Mín eina kvörtun er hversu langt er á milli blaða. Það tók Joe Mad eflaust 1 og hálft ár að gefa út 6 blöð eða eina bók. Hann hefur að vísu lofað að gefa út BC á 2 mánaða fresti og er það góð spurning hvort að þetta haldist. Hann hefur alla vega haft nóg að gera þar sem hann er að teikna cover fyrir Playstation Magazine og fleiri blöð.

Joe Madureira byrjaði ungur í bransanum. Einungis 16 ára fékk hann vinnu hjá Marvel. Stuttu eftir fékk hann að gera Deadpool miniseríu og þaðan fór hann í að teikna X-Men.

Mæli eindregið með því að fólk kíki á fyrstu bókina og sjái hvort að þetta er eitthvað við þeirra hæfi.
[------------------------------------]