Lone Wolf and Cub Lone Wolf and Cub

Rithöfundur: Kazuo Koike
Teiknari: Goseki Kojima


Lone Wolf and Cub fjallar um Ogami Itto sem gengur leið Meifumado(helvíti) með syni sínum, Daigoro. Hann var eitt sinn maður sem var í öflugri stöðu. Hann var aðal aftökumaður Shogunsins og var mikils metinn. Þessi staða þýddi að hann var með æðstu mönnum landsins rétt á eftir Shoguninum sjálfum. En eins og með allt þá er öfund afar hættulegur hlutur. Eiginkona hans er drepin og hann er ásakaður um landráð. Ætlast er til að hann framkvæmi Seppuku(sjálfsmorð) en hann sér fljótlega að eitthvað er að. Hann neitar að framkvæma Seppuku og drepur verðina. Hann lendir í einvígi sem ákvarðar hvort að hann megi lifa fyrir utan Edo eða ekki.

Núna er hann orðinn Lone Wolf and Cub. Hann er leigumorðingi sem tekur 500 ryo(gull) fyrir hvert verk. Skilyrði hans eru að hann verði að vita allt um þá ástæðu hví hann þurfi að myrða tiltekin einstakling.

Uppfrá þessu hefst blóðidrifin saga í anda íslendingasagna. Ogami Itto er ótrúlega hæfur með sverð sitt og drepur heilu herdeildirnar.

Þetta er verk sem hefur fengið viðurkenningu út um allan heim. Frank Miller segir að þetta sé hans uppáhalds saga. Bækurnar eru 28 talsins og hver um 200+bls á þykkt í litlu vasabrotsútgáfu sem hentar vel í vasa. Teikningarnar eru kröftugar og stíllinn er afar sérstakur. Sagan öll er teiknuð á mjög áhrifaríkan þátt og nær teiknarinn að skapa flæði sem er betra en í mörgum kvikmyndum.

Snilldarverk sem enginn á að láta framhjá sér fara. Einnig má geta að það hafa verið gerðar ótal margar kvikmyndir út frá bókunum. Eini gallinn er, að þótt að myndirnar séu góðar, þá ná þær ekki sama flæði og krafti sem einkennir bækurnar.

*****
[------------------------------------]