Preacher Preacher
Höfundur: Garth Ennis
Teiknari: Steve Dillon

Preacher fjallar um ungan prest sem heitir Jesse Custer. Hann predikaði í litlum bæ sem gekk undir nafninu Annville í Texas. Á milli predikana drekkir hann sér í áfenginu. Einn dag þegar hann er að predika þá lendir kirkja fyrir einhvers konar sprengingu. Allir deyja nema Custer. Hann hefur einnig öðlast þann hæfileika að geta skipaði fólki fyrir og það gerir það sem hann biður um.

Hann ákveður að það sé tími fyrir Guð að gjalda þeirra synda sem hann hefur framið við mannkyn. Á ferð sinni hittir hann æskuást sína, Tulip, og vampíruna Cassidy.

Þetta er eitt besta verk sem Garth Ennis hefur gert og er epískt frá upphafi til enda. Karaktersköpun er frábær og allar persónur eru eftirminnilegar. Að lesa þetta verk frá upphafi til enda er eins og að horfa á góða kvikmynd. Það vantar ekkert í þessa sögu.

Garth Ennis sannar fyrir flestum að hann er afburða rithöfundur með þessu verki. Steve Dillon er nú ekki í uppáhaldi hjá mér varðandi teiknara en hann nær samt að koma sögunni á blað og það mjög vel. Hann er ekki mikið í þessum endalausu súperpósu teikningum, heldur eru teikningarnar lifandi og virka raunverulegar.

Fyrir þá sem taka myndasögurnar alvarlega þá er þetta verk sem enginn á að láta framhjá sér fara. Blöðin eru um 50 talsins og það er búið að gefa öll blöðin út sem bækur.

Svo er snillingurinn Glenn Fabry sem sér um Coverin á öllum blöðunum og bókunum.

***** stjörnur í minni bók. Serían sem kom mér aftur almennilega í Comics.
[------------------------------------]