Kennslubækur fyrir myndasögumenn. no# 1 Hérna er smá listi yfir nokkrar bækur sem ég hef keypt í gegnum tíðina og smá dómur um hverja.

[How to draw superheroes and villains] *1/2
Christopher Hart
Bók skrifuð af Christopher Hart, fyrrum marvel starfsmanni. Bókin er mjög grunn í viðfangsefni sínu en samt ágætis bók til að byrja á. Fyrir lengra komna er hún peningasóun. Það er farið lítið í hver atriði og einu atriðin sem eitthvað er farið í að viti er andlitið og pósur fyrir karakterana. Þetta var fyrsta bókin sem ég eignaðist og á þess vegna smá nostalgíu pláss í hjarta mínu :)

[Constructive Anatomy] ****
George B. Bridgman
Bók sem stennst tímans tönn og var gefin út fyrst 1927 ef ég man rétt. Mjög margir myndasöguteiknarar hafa lært af bókum hans. Bækurnar eru mjög góðar sem uppfletti rit og mikið er af myndum til að sýna anatómíu. Teikningarnar eru mjög vel gerðar þrátt fyrir smá lausleika.

[Life Drawing] ****
George B. Bridgman
Önnur bók frá Bridgman. Hálfgert framhald af Constructive Anatomy en fer meira út í módelteikningu og aðferðir við hana.

[Perspective for Comic Book Artists] ****
David Chelsea
Eflaust ein besta og skemmtilegasta Perspective bókin á markaðinum. Bókin virkar eins og ein teiknimyndasaga þar sem David Chelsea er að kenna “Mugg” að teikna allt í perspective. Scott McCloud(Understanding comics, Reinventing comics) mælir eindregið með þessari bók. Ég persónulega hef aldrei haft jafn gaman af því að læra.

[Art of the Pencil : A Revolutionary Look at Drawing, Painting, and the Pencil] **1/2
Sherry Wallerstein Camhy
Frekar langt nafn á einni bók en þrátt fyrir það er þessi bók hina ágætna lesning. Hún fer mikið í tækni sem hægt er að nýta með blýanti auk nokkurra aukaefna. Bókin kennir lítið á að teikna einhverja ákveðna hluti, heldur er þessi bók frekar svona uppástungur á ýmsar aðferðir og fjallar um sögu blýantsins og muninn á að teikna og mála.

[Drawing on the Right side of the brain] ****
Betty Edwards
Fyrir alla þá sem vilja byrja að teikna en þora því ekki þá er þessi bók gífurlega gott hjálpartæki. Bókin fjallar um samskipti hægra og vinstra heilahverfis og ýmsar tilraunir og rannsóknir á þeim. Einnig er mikið af æfingum í bókinni sem hjálpar fólki að komast í svokallað R-mode. Mjög vinsæl bók sem hefur verið þýdd yfir á nokkur tungumál. Mæli eindregið með henni fyrir fólk sem hefur áhuga á því að bæta teikningarnar sínar.
[------------------------------------]