House of M
Þessi grein er tileinkuð óvirkni áhugamálsins.
Lifi F5.
Mig hafði lengi langað til að lesa House of M en Nexus seldi novelið á 2.700 kall og svo dýrt kaupi ég fátt.
Í staðinn fór ég á bókasafnið og tók þetta út.
Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Ég hafði heyrt góða hluti og slæma um þetta.
Ég verð að játa að þetta var frekar ruglingslegt á köflum enda er ætlast til að maður fylgist með flestum Marvel sögunum þegar maður les þetta.
Sagan gerist eftir atburði The Avengers þar sem Scarlet Witch klikkast og drepur marga meðlimi Avengers. Síðan þá hefur Professor X (ég kalla hann það alltaf) haldið henni sofandi mest-allan tímann því þegar hún er vakandi á hún það til að breyta heiminum eftir því sem hún vill. Magneto og Professorinn komast að þeirri niðurstöðu að eitthvað verði að gera í málinu svo að margar af merkustu hetjum Marvel koma saman til að ákveða hvort Scarlet Witch verður leift að lifa eða ekki.
Þeir koma svo til baka og sjá að hún er horfin ásamt Magneto.
Næsta dag vakna þau og heimurinn er allur breyttur. Allar ofurhetjurnar og X-Mennirnir lifa fullkomnu lífi, þeir stökkbreyttu eru aðal-fólkið og farið er með venjulega eins og skít. Og Wolverine er sá eini sem veit að þetta er ekki hinn rétti heimur.
Margir ættu að hafa fylgst með og lesið seríuna en engar greinar um þetta höfðu komið hérna.
Sjálfum finnst mér þetta frábær saga og mjög intersting. Teikningarnar eftir Oliver Coipel eru eitt það besta við þetta enda frábærar á allan hátt.
Eini almennilegi gallinn við þetta er að þetta er svakalega rushed á endanum miðað við hve hægt sagan hreyfist áfram fyrst.
Allavega ef þið f(ý-í)lið Marvel er þetta must. Ef ekki gætuð þið samt haft gaman af þessu. Kíkið á það.
**** af *****