Hal Jordan var tilraunaflugmaður hjá Ferris Aircraft, hann verður síðan brottnumin af geimveru sem er að deyja drottinn sínum. Geimveran hét Abin Sur og var Green Lantern fyrir Section 2814. Abin Sur afhendir GL hringinn sinn til Hal. Þessi ringur er betur þekktur sem “ Green Lantern hringurinn”. Það var þó galli á gjöf Njarðar, þessi hringur gat aðeins virkað í sólarhring án þess að hlaða sig, og að auki virkaði ekki á gula hluti.
Seinna meir þá kemst Hal að því hann sé einn af 3599 öðrum Green Lanterns, sem eru einskonar lögreglusveit alheimsins. Þeir sem veita þeim kraftinn heita Guardians, og eru ódauðlegar verur, sem höfðu lifað í 5 milljarða ár og höfðu aðsetur á reikistjörnuna Oa. Hringurinn fær kraftinn sinn frá einskonar risastóru batterí á Oa. Þessi hringur virkar þanning, að því betra ímyndunarafl sem þú hefur, þá mun öflugri vopn er þetta. Allt sem þú getur hugsað, það getur hringurinn framkvæmt!! Svalt…….
Hal var einn af þeim sem stofnuðu upprunalega Justice League of America ásamt Flash, Black Canary, Martian Manhunter og Aquaman. Eftir það kynnist hann fljótlega Green Arrow( Oliver Queen), sem nýverið var endurvakinn frá dauða og er með nýja seríu sem Kevin Smith skrifar. Endilega að kíkja á það í Nexus, þetta er samt sem áður helzt fyrir harðkjarna-DC-fólk. Kevin Smith hefur verið frekar aðsúgsmikill að undanförnu, og mæli ég eindregið með allar hans myndir.
Hal varð síðan einn mesti vinur hins ofursnögga Flash ( Barry Allen) , sem er í raun hinn Silver Age Flash, en ekki rugla hinn nútíma Flash, það er Wally West en ekki Barry, sem dó í Crisis on Infinite Earths nr 7.
Um þetta leyti höfðu myndasögurnar staðnað að vissu leyti, en allt breyttist þegar Denny ´O Neil og Neal Adams tóku að sér bókina Green Lantern and Green Arrow, ef einhver vill þá er hægt að kíkja á það, þá er það hægt að fá lánað í Borgarbókasafninu. Þessi blöð mörkuðu tímamót, þrátt fyrir skammlífa útgáfu. Blöðin fjalla um kynþáttahyggju, eiturlyf og margt annað.
Hal var með Guy Gardner sem vara Green Lantern sinn, en hann meiddist og í staðinn kom hinn reiði og svarti John Stewart í staðinn. Skömmu eftir þetta þá var Green Lantern blöðin hætt!!! Það gerðist 1972. Eftir fjögur ár í biðstöðu inni í glatkistu fortíðarinnar, þá kom hann aftur. Öll þessi ár átti hann hálfgerða unnustu sem var Carol Ferris, sem að mínu mati er mun meiri skutla en Lois Lane. En, jæja, 1980 byrjar nýtt tímabil í sögu Hals, þetta eru kölluð Vísindaskáldskapar Árin. Um þetta leyti er Hal greyið látinn taka út svona útlegð sem varaði í eitt ár. Ekki nóg með það, en skömmu eftir þetta þurfti hann að velja milli Carol og að vera Green Lantern. Hún var orðin pirruð á þessu öllu og setti fram úrslitakost. Eftir miklar vangaveltur og samtöl við Superman og Oliver Queen, þá ákveður hann að hætta sem Green Lantern, því hann elskaði hana meira, sem síðan seinna meir reyndist ekki rétt. Eftir það tekur John Stewart við, og seinna fær Guy sérstakan hring sem dregur ekki sína orku frá Oa rafhlöðunni, en Guy var byrjaður að vera eilítið truflaður um þetta leyti. Ef þið viljið sönnun um það, þá skuluð þið lesa Justice League America önnur sería, þvílíkt snilld á köflum. Að sjálfsögðu var John líka á föstu, kærasta hans var að vísu purpurarauð í framan, en myndarleg stúlka samt sem áður.
En ljúfa lífið staldraði stutt við hjá honum Jóni( John), unnusta hans var drepinn af Star Sapphire, eða eins og alvöru DC fólk veit, það var hún Carol Ferris! Skömmu eftir það tók Hal við. Eftir þetta átti sér gríðarlegur merkur atburður, Sinestro sem notaði gulan hring og var óþolandi dusilmenni, hann var drepinn og þetta setti keðjuverkun að stað. Aðalbatteríð á Oa, sem sá um allt afl fyrir hringa, það eyðilagðist. Eftir þetta skemmdust allir hringir nema þá sem Hal, Guy, Gnort og Chip áttu. Gnort er einskonar hundur, sögur um hann er að finna í seinni seríu Justice League America. Samspilið milli hans og Guy er röggsamt og fyndið.
Chip var drepinn í Green Lantern Mosaic, sem gerðist 1993, hann var íkorni. Ágætis persóna, en John þurfti að horfa á vörubifreið keyra hann niður….. Lame ASS kill hjá DC.
1990-92 var dimmt tímabil fyrir GL fólk, Action Cmics Weekly kom í staðinn fyrir Green Lantern, seinna meir varð þetta eingöngu Supermanblað. Enn ein athyglisverð saga er að finna þar, Green Lantern að nafni Lord Malvolio sem er geðveikur berst við Hal og skemmir hringinn hans. Eftir það tekur Hal hringinn hjá honum. Lord Malvolio er talinn af, en í endirnum kemur það í ljós að hann sé það ekki, hann hlær og segir að undirbúningurinn fyrir áætlanir sínar eru hafnar…… hmmmmmm Samsæriskenning?? Er eitthvað hægt að tengja þetta við Parallax?
Nú hefzt tímabil sem ég man best eftir, árin sem Hal breyttist í miðaldra mann sem allt í einu hafði grátt hár! Hal byrjar á því að hafa tilvistarkreppu, meðal annars þá er Tattoo Man endurvakinn frá dauða í þessa seríu , blað nr 2. Sögurnar voru ekki upp á marga fiska, en ég hef alltaf verið mikið Hal Jordan maður.
Hann ákveður síðan að stofna nýtt Green Lantern Corps. En núna átti sér stað atburður sem á sér enga hliðstæðu í myndarsögum. Superman er drepinn, Coast City sem hafði ávallt verið heimili Hals, það er lagt í rúst af Cyberborg-Superman og Mongul.. Superman kom aftur og vann með dyggri aðstoð hans Hal, en eftir þetta tapaði Hal áttum. Það höfðu sex milljón manns látist, og margir sem voru vinir hans, að vísu lifði Pieface og Carol af. En eftir þetta þá bað hann um aðstoð frá Guardians, til þess að endurbyggja Coast City. Þeir neituðu því, og Hal einfaldlega varð vitstola. Hann drepur meðal annars Kilowog! Hann gengur frá flesta Guardians og stelur öllum hina hringa. Þeir reyna nota Sinestro til þess að stöðva hann, en Hal hálsbrýtur hann, það var afar ólíkt Hal annars. Já, Sinestro var líka risinn upp frá dauða, ef þið munið þá var hann drepinn einu sinni áður, en hingað til er hann steindauður. Þetta eru blöð nr 47-50.
Eftir þetta gerist Parallax “illmenni”, sem leitar af meira afli til að endurvekja Coast City. Ég leit meira á hann sem andhetju í anda Magus, sem er í Chrono Trigger. Meðan þetta er ágerast, þá ákveða Guardians að fremja fjöldsjálfsmorð og steypa sjálfum sér í eina manneskju að nafni Ganthet. Ganthet tekur hringinn sem Hal átti( Lord Malvolio átti hringinn!) og skemmdi, og hann gerir nýjan sem hann afhendir manni að nafni Kyle Rayner, sem er núverandi Green Lantern, ekkert nema punkass! Síðan kemur Zero hour eins og flestir muna eftir, þá var tíminn endurskrifaður hjá DC líkt og gerðist í Crisis on Infinite Earths, það var viss kaldhæðni að Green Arrow banaði besta vini sínum Hal. Síðan kom önnur heimskrísa eða alheimskrísa , sem DC kom með, það var Final Night. Parallax eða Hal var enn lifandi og drap Cyborg-Superman og ákveður að fórna sér fyrir jörðina. Það var ansi magnað, að sjá hann kveðja Carol, Pieface, lækna John( hann lamaðist í nr 76-78 minnir mig sem Darkstar), koma við leiðina hans Olivers og kveðja Guy líka. Bara svo þið vitið, þá var John Stewart Darkstar eftir nr 50, Donna Troy sem var kærasta Kyles var líka Darkstar, en áður var hún Wondergirl. Ég hefði samt viljað fá lengra blað til að kveðja Hal, en jæja svona er lífið. Hal fær jarðarför sem sæmir hetju, eftir að hann fórnað sjálfum sér fyrir jörðina. Batman var óskeikull að venju og vildi ekkert viðurkenna afrek hans, en ég þykist vita annað, Batman var einfaldlega sár og getur ekki tjáð sig öðruvísi. Eftir þetta hélt að Hal væri horfinn fyrir fullt og allt, en í 99-100 þá fer Kyle aftur í tímann til 1961! Eftir þetta verða allir voða ánægðir að sjá Hal og gleyma að hann var Parallax um tíma, en hann fer aftur í tíma til þess að verða dæmdur til að verða Parallax. Að vísu skildi Hal eftir auka hring, en Kyle gáfnaljósið tekst að klúðra því að mynda nýtt GLC. Nú kemur að lokakaflann í sögu Hals, eftir að Asmodel, sem er fallin engill stelur kröftum Spectre, þá er Hal bjargaður frá hreinsunareldinum( bíblíuáhrif , jæja). Þetta gerðist í Day of Judgement 3-5. Eftir þetta varð Hal nýja Spectre.
El fin ?
Through me is the way to the sorrowful city.