Least I Could Do Tími til að benda á nýja vefmyndasögu.

Ég hef fókusað hingað til á sögur sem tengjast meira og minna D&D og svipað efni en hérna kemur ein snildarsaga sem höfðar til stærri áhorfendahóp.

Þessi myndasaga er um piparsveininn Rayne Summers. Rayne stundar skyndikynni af miklu krafti og gerir ALLT til þess að ganga í augun á hinu kyninu og jafnvel sama kyni (það er að segja ef Aragorn son of Arathorn kemur við sögu). Stundum (eða kannski alltaf) getur hann verið heimsins mesta fífl þegar hann er að því en staðreyndin er sú að það er alltaf nóg af fiski í sjónum og hann kann að veiða. Uppátækin hans geta stundum farið út í svoleiðis öfgar að hálfa væri nóg en þá væri þetta náttúrulega ekki eins fyndið.

John Gold er herbergisfélagi hans Rayne. Hann er hálfgerð andstæða við Rayne og þráir ekkert meira en tilfinningarríkt samband við betri helmingin þar sem hann getur deilt sál sinni með örðum. Gallin er sú að hann er svo djöfullega uppáþrengjandi að konur flýja frá honum og þegar hann fær loksins tækifæri, þá þorir hann ekki að gera neitt. Til þess að hjálpa honum hefur hann reyndar góða/illa samvisku sem leiðbeinir hann stundum í gegnum stefnumót og ég held að þið eigið eftir að fýla þá persónu.

Mick Alfa. Kubbslegur lítil gleraugnarglámur sem gæti ekki fangað athygli kvenfólks þó svo að Guð sjálfur stigi niður af himnunum og tilkynnti að Mick væri maðurinn sem þær ættu að vera með. Reyndar væri það Rayne sem væri að fara með þá tilkynningu en í augum Rayne er hann sjálfur guð og það er nógu nálægt.

Noel. Kemur seint inn í söguna og er kynntur sem gamall vinur ofantalinna félaga en hann féll víst úr hópnum áður en sagan byrjaði. Ástæðan var samband við konu sem tók það mikin tíma frá honum að hann hætti að hitta félaga sína. Nú þegar hann er laus og liðugur er hann farinn að hanga aftur með Rayne og hinum.

Issa Alie. Chris Rock náði einu sinni að útskýra það fyrir okkur: “Women have men who are close friends. Men have women they haven´t fucked yet.” Issa Alie fellur þarna inn. Rayne myndi ekki vilja neitt meira heldur enn að komast í buxurnar hennar en hann þarf að sætta sig við þá staðreynd að hann er dottin inn í “the friend zone”

Least I Could Do er eftir Ryan Sohmer (takið eftir því hvað nafn hans líkist óneitanlega mikið nafni Rayne Summers) en hann teiknar þó ekki sögurnar sem hann skrifar heldur lætur hann aðra sjá um það. Sagan byrjaði árið 2003 og er ný síða bætt við alla daga nema sunnudaga og er því komið myndarlegt safn. Gegnum þetta tímabil hefur verið skipt tvisvar um teiknara og hefur útlitið tekið miklar breytingar í bæði skiptin. Trevor Adams byrjaði að teikna sögurnar fyrst svart-hvítt og flutti síðarmeir yfir í lit. Chad WM. Porter tók síðan við og er hingað til sá sem hefur teiknað flestar sögurnar. Persónulega fýlaði ég stílin hans Chad mest en ég er farin að venjast Lar Sesouza sem er núverandi teiknari myndasaganna.


Nú er meir en nóg komið að blaðri. Drullið ykkur á www.leasticoulddo.com og skemtið ykkur nú einu sinni.
Those were my two cents.