Nodwick er í stuttu máli saga skrifað af Aaron Williams en hann er akkúrat þekktur fyrir að teikna þessar sömu sögur í Dungeons & Dragons blaðið sem er frægt D&D blað og hefur hann einnig gefið út nokkrar Nodwick bækur sem eru stundum til sölu á Nexus. Hún er um ævintýrahóp sem ferðast um leysandi þrautir og finnandi fjarsjóði mjög svipað og í Order Of The Stick en það er það sem þessar tvær sögur eiga sameiginlegt.
Sagan fjallar aðallega um Nodwick sem er “Henchman”/handbendi en það er víst versta vinna sem nokkur maður getur mögulega fengið. Á meðan hópurinn slátrar skrímslum fær Nodwick að bera allt draslið sem þeir finna á leiðinni. Einnig er Nodwick alltaf annað hvort fremst eða aftast eftir því hvort að það sé líklegra að það sé gildra einhverstaðar á leiðinni fyrir framan þá eða hvort að það væri hætta á að skrímsli laumist aftan að þeim.
Yeagar er stríðsmaðurinn í hópnum og sést oft sveifla með miklum mætti sverði, skyldi og Nodwick. Kannski ekki sá allra gáfaðasti í hópnum og gleymir hann mjög oft að hugsa um hag annarra, sérstaklega þegar það kemur að gulli og áfengi.
Einnig höfum við Artax sem er galdramaður og skín af sjálfselsku. Hann og Yeagar vinna oft saman í verkefni þar sem Nodwick er beita,skjöldur eða fórn.
Síðast höfum við Piffany sem er cleric(heilagur stríðsmaður) en með lækningarmætti hennar og nóg af límbandi tjaslar hún leyfum Nodwicks saman. Hún er eina manneskjan sem er virkilega góð við Nodwick og ólíkt hinum meðlimum hópsins skín Piffany af sakleysi sem einungis er hægt að finna í nýfæddu barni. Henni gæti aldrei dottið í hug að segja ljót orð eða hugsa illa til neins.
Nodwick er búin að vera í gangi á netinu síðan 2001 og gefur höfundurinn út nýja síðu á viku fresti. Síðurnar eru oft töluvert efnismeiri heldur en síðurnar í TOOTS og töluvert betur teiknaðar en af og til gerist höfundur latur og setur inn einhverja gamla mynd sem hann teiknaði einhverntíman sem er algjörlega ótengt Nodwick og eru oftast litlir D&D brandarar og einstakt Star Wars djók. Myndasögurnar samanstanda af litlum sögum sem stundum eru oftast bara 5-6 síður stundum 2 og stundum bara 1 og er þetta því ekki endalaus sápuópera þar sem þeir eru alltaf að gera það sama. Síðast vill ég bæta við að þótt að sagan gerist í D&D heiminum er ekki jafn mikið gert grín af kerfinu líkt og í TOOTS en höfundurinn einblínir miklu meir á sögurnar og snúast flestir brandararnir um kjánalegar persónur og hvað kemur fyrir Nodwick í þetta skiptið þannig að meðalmanneskja ætti að geta notið þessarar sögu betur.
Full Frontal Nerdity er um hóp af nördum sem hanga heima og spila D&D. Þetta eru stuttar 3-4 mynda sögur sem gætu þannig séð átt heima í morgunblaðinu undir garfield en höfundurinn gefur út eina nýja á vikufresti. Flestar sögurnar eru um atvik og vandamál sem flestir sem spila D&D ættu að þekkja eins og teningurinn sem maður fær alltaf 1 á og hver borgar fyrir pítsuna. Fyrir þá sem þekkja ekki vel til D&D munu kanski ekki hafa mjög gaman af þessum sögum en á sama tíma er gaman að fylgjast með hversu miklir lúðar þeir eru. T.d. er gott dæmi þegar DM gaurinn (dungeon master(sá sem stýrir hópnum)) kemur með reglubók(The book of erotic fantasy) um hvernig maður á að spila sögu þar sem maður getur fengið sér að ríða og DM gaurinn heldur því fram að þeir hafa loksins fundið eithvað sem kemur í stað kvenfólks.
Anyway þá er ég búinn að rausa allt of mikið þannig að nú ætla ég bara að segja ykkur að fara á http://archive.gamespy.com/comics/nodwick/index.htm og kíkja á efnið.
Those were my two cents.