Í stuttu máli er The Order Of the Stick netmyndasaga skifaður af Rick Burlew. Nafnið á sögunni vitnar til frægan hóp sem við sáum ekki fyrir svo löngu á hvíta tjaldinu þegar Lord of the rings voru sýnd og er þeman svipuð. Eins og nafnið bendir líka á þá er þessi saga teiknuð í “stick-figure” stíl sem þýðir einfaldlega Óli-prik teikningar. Rick Burlew er maður sem við myndum kalla í daglegu tali D&D nörd og byggir hann söguna sína mikið upp úr því og gerir á leiðinni mikið grín af því. Til að gefa gott dæmi má bara benda á fyrstu síðuna þar sem hópurinn fer allt í einu frá 3.0 kerfinu yfir í 3.5 kerfið sem er með aðeins meir úthugsaðar reglur og sjáum við viðbrögð þeirra þá.
Fyrir þá sem ekki þekkja til D&D ættu því kanski erfiðara með að skilja alla brandarana og fyrir þá sem vilja átta sig betur á þeim mæli ég með að kíkja á spunaspil og lesa aðeins um kerfið en hérna er stutt lýsing um það:
D&D(Dungeons & Dragons) er spunaspil þar sem maður fer í alskonar ævintýri. Í því sigrast maður á alskonar vandamálum með því að kasta göldrum, sveifla sverðum, gera “skill check” og fleira. Maður byrjar oftast á fyrsta “level” einskonar hæfileikastig og því fleiri óvini sem þú drepur eða verkefni sem þú klárar því hærra level verður maður. Þá fær maður öflugara galdra, átt auðveldara með að hitta með sverðinu og færð fleiri skill punkta til að gera check með. Afsaka allar enskusletturnar.
Hérna kemur lýsing á öllum aðalpersónunum.
Roy Greenhilt er Fighter (stríðsmaður) og sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Aðaltilgangur hans er að sigra hin illa xykon sem er lich (göldróttur uppvakningur) og notar hann við það öflugt sverð sem hefur verið í ættinni frá því í upphafi. Reyndar er ættin hans kend við sverðið sem er með grænt hilti.
Hayle Starshine er rogue (atvinnuþjófur) sem stelur stundum öllu steini léttara frá hópnum. Samt sem áður er hún mjög mikilvægur liðsmaður þar sem hún er færust með bogan og er best í að gera þessi skill check.
Durkon Thundershield er Dvergur sem er cleric (heilagur stríðsmaður sem getur talað við guðina) en þeir eru bestir í að lækna aðra. Því líta þeir oftast á hann sem gangandi sjúkrakassa.
Vaarsuvius er álfur sem er Wizard(galdramaður) sem er mjög lítið er vitað um. Svo lítið að við vitum ekki einusinni hvaða kyn hann/hún er.
Belkar Bitterleaf er snildarkarakter. Hann er halfling sem eru einskonar hobbiti eins og Bilbo er og að starfi er hann Ranger (skógarmaður) sem tekur stundum “level” sem barbarian (villimenn með mjög stórt skap). Það á mjög vel við hann enda sýnir hann einstaklega litla samúð með liðsmönnum sínum. Oná það er oft gefin vísbendingar um að hann sé ekki eins góður og hann “þykist” vera.
Síðast en ekki síst höfum við Elan. Hann er Bard (farandsöngvari) sem ferðast með hópnum og er án efa með skrautlegustu persónunum enda ekki alveg sá gáfaðasti. Kraftar hans felst í að syngja töfrum gædd lög sem styrkja hæfileika liðsmanna sinna eins og við getum greinilega séð ef við skoðum bls.4
Þetta er nú orðið andskoti langt hjá mér svo að ég ætla að ljúka þessu en ég mæli eindregið að þið farið og skoðið þessa sögu. Þó svo að þið skiljið ekki allt einkahúmorið er samt hægt að hafa mjög gaman af því að lesa þessa sögu sem er orðin kringum 250 síður að lengd og bætast 3 nýjar síður við í hverri viku. Ef það er svo einhver illskyljanlegur brandari sem ykkur langar að átta á getið þið svarað þessari grein og spurt mig um það og ég reyni að svara ykkur sem fyrst.
En nóg um það farið undir eins á http://giantitp.com/cgi-bin/GiantITP/ootscript?SK=1 og byrjið að lesa.
Those were my two cents.