Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað íslenskir comic readers lesa mest af, svo ég bjó til svona smá quiz sem þið verðið endilega að fylla út…
1. Hvað er uppáhalds comicið þitt?
2. Hver er uppáhalds characterinn þinn?
3. Hvernig comics lestu? scifi/fantasy/annað?
4. Lest þú novels? Hvaða/Hvernig novels?
5. kaupir þú action figures úr comics?
6. Hvað comics áttu? svona í basic atriðum…
7. Lest þú einhver online comics?
Ég ætla að svara þessu sjálfur svona til að vera með, ef að einhver vill vera með þar að segja… =)
1. Alien versus Predator comics eru best að mínu mati.
2. Engin sérstakur character heldur predator kynið einfaldlega og Alien kynið líka… En ef það er einhver sér character endilega þá er það Spiderman.
3. ég les Alien versus predator, Akira og er að pæla í því að byrja að lesa Dark knight seríuna.. heitir hún það ekki annars? Batman þarna…
4. Já ég les AvP novels.
5. Nei.
6. slatta af AvP comics, Akira 1 & 2(3 kemur í kvöld ef vinur minn bregst mér ekki!), nokkrar AvP novels, slatta af Andrés önd blöðum og allar íslensku syrpurnar(nr. 10 er best) og nokkur gömul spiderman, batman, superman og tarzan blöð sem mér hefur verið gefið í den.
7. Já, t.d. Goats, Sinfest, Exploitation now og svona 20 í viðbót…
Vona að fleiri nenni að standa í því að svar þessu….
- Kiddó