Flash Thompson A Superhero? Hugsanlega vægur SPOILER en þar sem að ólíklegt er að þið munið nokkurn tíman lesa þetta þá skiptir það ekki miklu máli.

Ég hef lengi tekið eftir því að þetta áhugamál er eins dautt og hægt er svo að ég áhvað að hressa upp á það með stuttri “Spider Man” grein.
Það er að vísu mjög margt tengt myndasögum sem mig langar að skrifa grein um en þar sem að allt var of stórt eða erfitt að skrifa um í augnablikinu ætla ég bara að skrifa um tveggja parta “The Amazing Spider Man” sögu.

Ég var að grúska í skápnum mínum fyrir nokkrum dögum í leit að teikningum sem að ég gerði eitthvern tíman þar sem ég hafði ekkert að gera en í staðinn rakst ég á “Spider Man” blað sem hét “The Man Behind The Curtain.”

Þessi saga byrjar eins langt frá því að vera venjuleg Spider Man saga og hægt er.
Flest Spider Man blöðin byrja á því að hann er að berja á eitthverjum þuddum í ránsferð eða álíka en þarna er allt komið á annan endan.
Nú er aðal hetjan allt í einu orðinn Flash Thompson og Spider Man er bara aum hjálparhella hans.
Bæði Mary Jane og Gwen Stacy eru á lífi og báðar ástfangnar af Flash (reyndar er stutt í brúðkaup MJs og Flash).
Peter Parker er ennþá gamla science geekið en er nú í hjólastól þar sem hann stlasaðist alvarlega í tilrauninni sem gerði Doctor Octopus að ofurglæponinum sem hann er og já Peter er lamaður í hjólastól og hefur líka verið greindur geðveikur á meðan Spider Man er enn ofurhetja sem hjálpar Flash Thompson í baráttuni við illmenni New York borgar …. sér eitthver annar eitthvað skrítið við þetta?
Þið eruð líklega byrjuð að halda að þetta sé draumur en ég get lofað ykkur því að svo er ekki.

Fljótlega tekst Flash með hjálp Spider Mans að sigra Kingpin og Red Skull að eyða borgini og eru þeir krýndir hetjur. Á sama tíma byrjar Peter að skynja að ekki sé allt rétt enda man hann ekkert eftir því að hafa komist í hjólastólinn svo hann reynir að útskýra fyrir öllum að eitthvað skrítið sé að ske. Þau trúa honum auðvitað ekki og halda að þetta tengist allt geðbilun hans.

“Flash Thompson A Superhero” er eitt af sniðugustu Spider Man blöðum sem ég hef lesið og ef þið viljið vita hvernig þetta endar allt saman þá þurfiði að leita annarsstaðar er ég hræddur um.


Þar sem að ekki hefur orðið hreifing á myndasögu áhugamálinu síðan á 15. September eða svo ákvað ég að senda inn þessa grein í þeim EINA tilgangi að hjálpa til að endurreisa áhugamálið.
Ég hef það takmark samt sem áður að senda inn nokkrar aðrar greinar á næstunni sem ná víðar en yfir einhver tvö blöð sem enginn hefur lesið en þangað til þurfið þið að sætta ykkur við þessa grein.