Ég var að klára að setja upp teiknimyndasögu á síðu hljómsveitar minnar: www.rirth.tk
Ég væri vel til í að fá smá álit á henni, og jafnvel bara smá lestur til að kynna hana.
Að auki vill ég viðra spurningar og skoðanir. Er til einhver síða fyrir íslenska teiknimyndasagna höfundi þar sem þeir geta kynnt sögur sínar? Eitthvað svipað keenspace.com bara á íslensku?
Það væri vit í að stofna eitt slíkt. Væri til í að sjá meiri umræðu um íslenskar teiknimyndasögur.
Hvað varðar íslenskar teiknimyndasögur þá tel ég að stutt sé í byltingu í þeirra málum. Það er viss þróun að eiga sér stað á blaða markaðinum, margar teiknimyndasögur eru að fá útgáfu og góða kynningu.
Þar með talið skopmyndir Hugleiks, Mímí og Máni í mogganum, Grim eftir Hallgrím Helgasson hefur komið út í veglegri bók en því miður þá tekur Pú og Pa dýrmætt pláss í fréttablaðinu. (Sem væri eflaust betur nýtt af einhverjum sem kann að semja teiknimyndasögur).
Svo má ekki gleyma þeim seríum sem hafa verið byggðar á Njálu, persónulega er ég ekki aðdáandi þeirra en mér líkar sú þróun sem þau boða, það er komin tími á stærri verk eftir íslendinga á sviði teiknimyndasagna. Afhverju ekki? Við gefum út hryllingssögur, dramasögur, ævisögur, ljóðabækur og allt hvað eina í tonnatali.
En ég minni bara á www.rirth.tk þið klikkið bara á greinar og þá finniði seríu eftir mig :)