Squee's Wonderful big giant book af unspeakable horrors Squee's Wonderful big giant book af unspeakable horrors er nafnið á myndasögu sem ég keypti mér um dagin í hinni ágætu búð, Nexus. Þetta er bók um litlann strák semn heitir Todd en er oftast kallaður Squee, vegna þess að hann gefur alltaf frá sér svona “Squeeeeeee” hljóð þegar hann er hræddur. Sem er nánast alltaf.
Þessi bók er eftir minn uppáhalds myndasöguhöfund, Jhonen Vasquez, og er eitt af hans meistaraverkum og var tilnefnt til “Will Eisner Comic Industry awards” sem er svona Óskarsverðlaun myndasagnanna.
Squee er nágranni Jhonny the homicidal maniac sem ég skrifaði grein um hér fyrir ekki svo löngu og er það ekki til að bæta fyrir stöðugann ótta hans. Auk þess var honum rænt af geimverum og er sonur Satans með honum í bekk og býður pabbi hans Squee að ganga í lið með sér. Ofan á það allt er kennarinn hans sá hinn sami og kennir Invader Zim og Dib í þáttunum Invader Zim og eins og þeir sem hafa séð þáttinn “Halloween spectacular of spooky doom” vita, þá er hún einhversskonar drottnari hinna illu undirheima líka, og er hún búin að breyta bekkjarfélugum hans í uppvakninga.
Nú, ekki er því lokið enn þar sem Foreldrar hans hata hann líka og Mamma hans man nánast aldrei eftir því að hann sé til, og eyðir pabbi hans frístundum sínum í að horfa á fæðinguna hans… afturábak.
Þó þetta sé nokkurnveginn ástæðurnar fyrir ótta hans, þá er nú samt fleira en ég vill ekki spilla öllu fyrir ykkur.
Hann á nánast enga vini þó sonur satans, eða; Pepito, eins og mamma hans kallar hann virðist vilja vingast við hann. En eini sem hann getur treyst á er bangsinn hans Schmee, sem mér grunar að sé ekki allur þar sem hann er séður.

En sagan um Squee er ekki eina sem er í þessarri bók, því nánast helmingurinn af henni er fullur af svona “meanwhiles” og einnar blaðsíðna sögum sem Jhonen er frægur fyrir.
Einnig keypti ég mér þrjár litlar bækur eftir Jhonen Vasquez og eru þær eftirfarandi:

Fillerbunny in: I fill up 15 pages! ,sem er alger snilld nátturulega.

Fillerbunny in: The revenge of the fillerbunny! ,sem er að sjálfsögðu líka alger snilld.

og síðast en alls ekki síst;

Everything can be beaten: by Scolex and Scrambly, sem er skrifuð undir dulnefni, ef svo má segja, og er algjör snilld! þrátt fyrir að vera stutt þá er þetta meistaraverk, og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara, enda bara á kjaraverði í Nexus sem er einhvað klink bara (minna en 500 kall)

Og vil ég bara segja að lokum “Dookie covered hypno moose-beaver says: Buy this book!”

P.S. ef einhverá til sölu bækurnar I Feel Sick þá væri ég til í að kaupa þær.