Will Eisner (1917-2005) Einn af dáðustu myndasöguhöfundum sem bransinn hefur kynnst dó síðastliðinn 3.janúar 87 ára gamall í kjölfar hjartaaðgerðar.

Will Eisner var mjög afkasta-mikill höfundur og þykir vera áhrifamesti myndasöguhöfundur allra tíma.
Það er erfitt að útskýra nákvæmlega afhverju Will Eisner hafði svona rosalega mikil áhrif á það hvernig landslag myndasöguheimsins er í dag en það er þeim mun erfiðara að ímýnda sér sögu myndasögunnar án hans.
Væru nokkuð til myndasögur eins og Maus: a Survivor's tale, Kavalier and Clay eða From Hell. Það efast ég stórlega um þar sem Will Eisner var fyrsti myndasögu-höfundurinn til að gera skáldsögur í myndasögu-formi eða eins og við myndasögunördarnir köllum þær ,,graphic novels“ og var það mjög nýstárlegt á sínum tíma.

Hann skildi líka eftir sig mikið af fræðiritum um myndasöguna og sú frægasta er ”Comics and Sequential Art“, skratti góð bók þar á ferð.

Hans frægasta verk er sería sem kom út á árunum 1941-1952 sem að hét ”The Spirit". Spirit kom út í aukablaði sem fylgdi með sunnudagsblaðinu.
Aðalpersóna þessarar seríu var leynilöggan Denny Colt en þessi persóna var mjög ýkt útgáfa af þessari týpísku film-noir leynilöggu.
Hver Spirit-saga var sjö eða átta blaðsíðum og á þessum takmarkað blaðsíðufjölda lék hann sér með myndasögu formið fram og aftur vikulega á þeim 11 árum sem seríum sem hún var gefin út. Engin saga hafði sama útlit, sama frásagnarmáta eða SAMA LÓGÓ því Eisner breytti lógó-inu í hverri einustu sögu.
Ég hef lesið mjög mikið af þessum sögum og það er alveg hreint sjúkt hvað þær eru góðar og ég fer ekki með neitt gamanmál hér (m.ö.o I kid you not) þær bera vott um það hversu mikill snillingur Will Eisner var og hversu mikinn skilning hann hafði á myndasögunni sem frásagnarformi.

Lengi lifi Eisner og megi hann hvíla í friði.

kveðja
Halli