V for Vendetta
Alan Moore, David Lloyd
V for Vendetta gerist í heimi þar sem Þýskaland vann seinni heimsstyrjöldina og Bretland verður fasista ríki. Hlutirnir eru ekki alveg eins og við eigum að venjast, yfirvöld fylgjast með öllu og stjórna liggur við hvað fólk hugsar. Það er reyndar orðið svo slæmt að fólkið man ekki lengur hvernig hlutirnir voru áður og sætta sig bara við þá. En þá kemur V til sögunnar, hann er mjög dularfullur og fer að grafa undir valdi ríkisstjórnarinnar með ýmsum hryðjuverkum. Hann boðar nýjar leiðir og fer fólk smátt og smátt að átta sig á hve samfélagið þeirra er rangt.
Alan Moore ættu flestir sem hafa áhuga á teiknimyndasögum að kannast við. Hann hefur gert t.d. Swamp Thing og hina frægu Watchmen sem mjög margir telja vera bestu teiknimyndasögu sem gerð hefur verið. Þó að mér finnist Watchmen vera alveg frábær þá verð ég samt að segja að V for Vendetta er mun betri. Hún er stútfull af pólitískum hugleiðingum og eftir að hafa lesið hana hefur maður margt að hugsa um. Einnig er bókin rosalega óútreiknanleg og kemur manni oft rosalega á óvart. Allir sem halda að teiknimyndasögur séu fyrir krakka ættu að lesa hana og sjá að það er mjög fjarri sannleikanum, hún er það engan veginn.
Hún fæst örugglega alveg pottþétt í Nexus, allavega keypti ég hana þar og mæli með henni fyrir alla sem vilja dýpri og flóknari myndasögur.