Jhonny the Homicidal Maniac Ég ætla að skrifa hérna aðeins um uppáhalds myndasöguna mína, nei bókina, nei hlutinn minn í heiminum :D
í fyrra skrapp ég til reykjavíkur með fjölskyldu minni til þess að versla, þá hafði ég nýlega fengið myndasögusýki af því að lesa preacher seríuna og ákvað því að koma við í hinni umtöluðu búð, Nexus.
Þegar ég kom þangað inn þá var ég agndofa… það var svo mikið af myndasögum og ég var bara með tvo-þrjá þúsundkalla… en ég leitaði og leitaði að einhverju sniðugu og skoðaði allt frá Hellboy niðrí galdrastelpurnar. Og svo sá ég coverið á JtHM: directors cut… mér fannst það sniðugt vegna þess að það var kanínuhaus framan á því :P síðan var ég að les þessa sögu fram og til baka aftur og aftur alla helgina og hef verið að því síðan.
En nú aðeins um söguna. Hún er teiknuð skrifuð og allt þannig af Jhonen Vasquez, manninum á bakvið Invader Zim, Squee´s wonderful big giant book of unspeakable horrors, I feel sick, og ýmislegt annað.
En hann er að mínu mati einn sá mesti snillingur í heiminum. Ekki bara sem teiknari þá svo að ég dái teikningarnar hans og er undir miklum áhrifum frá þeim, heldur líka sem höfundur.
Nánast öll samtöl í bókinni eru á milli Nny og einhverrra radda sem eru bara hugarburður hans en eru samt sem áður veruleg snilld. Sagan sjálf er ekki eins grunn og maður heldur fyrst, en þetta er ein sú frumlegasta og sniðugasta saga sem ég veit um.
en allveganna mæli ég MJÖG með þessarri bók sem hefur verið eins og biblían mín síðan ég fékk hana, og það er sama hversu alvarleg sagan verðu það er alltaf stutt í húmorinn….

endum þetta á einu quoti í myndasögupersónu sem Nny skrifar um ;)

argh!!!deceit!! this was no car afterall!! it was a spy moose!!