ÉG hef verið að dunda mér við það hægt og rólega að kaupa þessar bækur og lesa og finnst þær þvílík snilld. Sagan á bakvið þær er svo góð enda er Niel Gayman frábær höfundur.
En já Sandman er bók sem fjallar um draumakónginn og í fyrstu bókinni er hann náður þegar dulrænt leynifélag reynir að ná systur hans, sem er Dauðinn, en nær óvart í Drauminn. Svo hefst ævintýrið við að ná aftur eignum sínum sem er meira en lítið verkefni. Í annarri bók er það bróðir-systir hans Örlög sem er að atast í Draumakóngnum. En systkinin heita á ensku Dream, Death, Destini og svo framvegis sem allt byrjar á d. En í hverri bók er tekið á aðeins öðru sviði í lífi draumakóngsins. Einfaldlega frábærar bækur.
Vil ekki segja mikið meira nema það að ég hvet alla til að lesa þessar ótrúlega-skemmtilegu myndasögu-bækur sem hafa sinn dulræna undirtón.
this is all I will say now