Sagan á bakvið Heavy Metal-blaðið Sagan á bak við Heavy Metal-blaðið

Sælir hugarar
Ég hef ógisslega gaman af því að teikna og lesa myndasögur. Ég er einna hrifnastur af Vertigo-línunni í Bandaríkjunum sérstaklega höfundinum Grant Morrison, pólitískum myndasögum eins og því sem Joe Sacco og Art Spiegelman eru að gera og svo japönskum myndasögum eftir höfunda eins og Tezuka, Masamune Shirow og Hayao Miyazaki (þó að ég hafi bara lesið eina myndasögu eftir hann).
Margt af því sem maður er að lesa í Vertigo er heldur betur ruglað og oft eru Japönsku myndasögurnar alveg hreint fáránlega ofbeldisfullar.

En það Myndasögurit sem ég held líka mikið upp á slær allar þessar sögur út í ofbeldi og rugli er Heavy Metal blaðið.

Ég hef sjaldan lesið eins súrar og skemmtilegar sögur og eru í því blaði. Þetta blað hefur komið út alveg síðan 1977 og það hefur getið af sér tvær bíómyndir margar safnbækur og einnig heimasíðuna www.metaltv.com

Í þessari grein ætla ég að rekja sögu blaðsins.

Hægt er að rekja uppruna Heavy Metal til franska blaðsins Métal Hurlant (þýðir ,,æpandi málmur” ) sem kom fyrst út 1975. Það var stofnað af Jean-Pierre Dionnet, Philippe Druillet, Bernard Farkas og Moebius (höfundur Blástakks). Þeir voru allir mjög virtir höfundar í Frakklandi en langaði til að reyna eitthvað nýtt.

Í Metal Hurlant blaðinu fengu þeir tækifæri til þess að sleppa af sér beislinu og þurftu ekkert að hugsa um ritskoðun og þuss lags hluti og gátu einbeitt sér að því að teikna sögur um hvað sem þeir vildu. Blaðið olli miklum usla á sínum tíma vegna óheflaðs málfars, miklum blóðsúthellingum og brjóstgóðu kvenfólki tilbúin í villt ástarævintýri með næsta manni sem þau hitta, en inn á milli birtust rosalega góðar sci-fi og fantasíu-sögur.
Sú besta (að mínu mati ) er Arzach eftir Moebius sem var rosalega skemmtileg sci-fi saga í fjarlægum heimi og var líka fræg vegna þess að hún var alveg án orða.

Blaðið hefur líka getið af sér marga mjög vinsæla höfunda þ.á.m Enki Bilal og Alejandro Jodorowski sem eru mjög vinsælir vestanhafs.

Eftir að hafa komið út í 12 ár var skyndilega hætt við framleiðslu blaðsins. En í Júlí 2002 byrjaði það að koma út aftur og var þá líka gefið út ensku svo að fólk vestanhafs gæti kynnt sér blaðið.

Um 1975-76 sá Tony Hendra sem var ritstjóri National Lampoon’s tímaritsins einhver blöð af Métal Hurlant og leist mjög vel á það.

Hann fékk að gefa út enska útgáfu á blaðinu og kallaði Heavy Metal vegna þess að honum þótti það hljóma miklu flottara heldur en Screaming Metal eins og það átti fyrst að heita.

Fyrsta blaðið kom út í apríl 1977og seldist mjög vel. Í fyrstu var þýtt sumt af allra bestu sögunum sem voru að koma út í Frakklandi og Belgíu en með árunum hafa þeir meira farið út í að gefa út sitt eigið efni.

Blaðið var svo vinsælt meðal myndasögu-unnenda að 1978 var gerður samningur milli Universal Pictures og Heavy Metal að gera bíó-mynd byggða á einhverri sögunni sem hafði birst í blaðinu. Ivan Reitman var framleiðandinn og handritshöfundarnir voru Dan Goldberg og Len Blum, leikarar eins og John Candy og Eugene Levy ljáðu persónunum raddir sínar og það var mikið af tónlist í myndinni eftir hljómsveitir eins og Black Sabbath, Blue Oyster Cult og Grand Funk Railroad.

Myndin innihélt nokkrar sögur sem birtust fyrst í Metal Hurlant, eina sem var lauslega byggð á Arzach (sem ég minntist á hér að ofan) og eina sem var samin af höfundunum sjálfum. Þær voru allar tengdar frekar lauslega saman en það átti held ég að ýta meira undir fyndna hlutann af myndinni.

Það voru yfir 1000 ,,animator-ar” sem unnu að myndinni og hún kostaði 7,5 milljónir dollara.
Hún var frumsýnd árið 1981 og græddi um 20 milljónir dollara. Hún varð strax alger Cult-klassík og er ein af uppáhalds-myndunum mínum.
Árið 2000 kom út framhald sem hét Heavy Metal F.A.K.K. 2 sem ég hef ekki enn séð en mig langar mikið til þess.

Heavy Metal kom alltaf mánaðarlega út og innihélt aðallega franskar, belgískar, ítalskar og spænskar sci-fi myndasögur og innhélt greinar um tölvuleiki, bíómyndir og nýlegar plötur.

Árið 1986 var blaðinu breytt í alhliða myndasögu blað og innihélt ekki bara sci-fi sögur heldur allskyns myndasögur og var það líka gert að vettvangi fyrir höfunda um allan heiminn sem vildu spreyta sig. Það var líka gert stærra þannig að hvert blað var fleiri síður og það kom út annan hvern mánuð en ekki hvern. Það jók vinsældir blaðsins. Árið 1991 keypti Kevin Eastman (meðhöfundur Ninja Turtles) blaðið og síðan þá hefur blaðið komið út 6 sinnum á ári auk 3ja sérstakra blaða með einhverju þema eð’eikkað.

Jæja þetta er nokkurnveginn æviskeið blaðsins að því sem ég best veit og ég vona að þið hafið haft gaman af lestrinum.

Ps. Ég mæli með að þið kíkjið á heimasíðuna www.metalhurlant.com sem er ógisslega flott og ef þið hafið ekki séð Heavy Metal myndina mæli ég líka með henni því að hún er mjög skemmtileg.
Ef einhver hérna hefur séð framhaldið þá væri það vel þegið ef þið mynduð segja mér hvernig hún sé skemmtileg, leiðineg ?

kveðja Halli