Ég hef verið að teikna teiknimyndasögur í næstum ár, það þýðir samt ekki að ég kunni að teikna. Þvert á móti skil ég ekki einu sinni mína eigin skrift hvað þá að ég geti teiknað eitthvað sem lítur út eitthvað í áttina að manneskju en þar sem ég hef verið að lesa teiknimyndasögur á netinu heillengi, svo sem userfriendly, Dilbert og Garfield fór ég einn daginn að velta fyrir mér hve litla kunnáttu þarf til þess að teikna þessar tilteknu sögur. (Þá sérstaklega fyrstu sögurnar!) Þannig að ég ákvað með hjálp tölvutækninnar að gera teiknimyndasögu, teiknimyndasagan um Badda flatorm kom á sjónarsviðið og er það ábbyggilega ein verst teiknaða saga allra tíma en núna hef ég og vinur minn Doktor Api teiknað marga tugi teiknimyndasaga. Því miður höfum við ekki fengið mikið fídbakk nema frá vinum okkar því að svo virðist sem að það sé eina fólkið sem fer á heimasíðuna okkar þannig að ég sendi hér urlið á síðuna með óskum um komment.
Kafteinn Slímhöfði
<a href="http://www.isholf.is/Vesen">www.isholf.is/Vesen</a