Bókin er 124 blaðsíður í svart og hvítu, þar sem Svart og hvítt er í raun aðalformið í Manga. Þar sem Manga höfundar eru að gefa út heilu blöðin viku hvert, hafa þeir engan tíma í að lita þetta eins og kanarnir.
Bókin er skrifuð Yu Kinutani sem er víst vinsæll listamaður í heimalandi sínu. Bókin er upprunalega japönsk og var miðað á japanska lesendur en vegna aukinna eftirspurnar í USA hefur fyrirtækið sem sér um útgáfu þess ákveðið að þýða hana fyrir enskan markað. Mörgum til mikillar ánægju.
Bókin fer í grunnatriðin eins og margar aðrar bækur og get ég nefnt bækur sem eiga mikið sameiginlegt með þessari. Til dæmis “How to draw Super Heroes and Villains”(fyrsta how to bókin mín:).
Farið er í gegnum andlits og líkamsbyggingu og hvernig best er að byrja þegar maður er að teikna eða að æfa sig réttara sagt. Farið er einnig í þau efni sem Manga teiknarar nota og í byrjun bókar er lítil saga sem segir frá Mr. Manga þar sem hann kemur með hugmynd að sögu og þangað til að hann nær að gefa hana út.
Bókin er frekar skemmtileg jafnvel þótt að hún sé ekki innihaldsmikil. Best er þó að stúdera þær myndir sem eru í henni þar sem það hjálpar frekar mikið. Þetta er ein af mínum uppáhalds bókum í hillunni og er serían í heild sinni misgóð en samt skemmtileg.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu þeirra sem gefa hana út.
<a href="http://www.howtodrawmanga.com">www.howtodrawmanga.com</a
[------------------------------------]