Ég hef tekið eftir því að mörg ykkar eru mikið fyrir Manga stílinn.
Sjálfur er ég alfarið á evrópsku línunni og fíla hvað best Viggó, Ástrík, Tinna og Sval&Val enda voru þessar bækur auðfengnar þegar ég var yngri og í raun þær einu sem í boði voru að undanskildum Tarzanblaðahryllingnum sem fékkst í hverri sjoppu!!!
Nú er úrvalið aftur á móti, hreint, svakalegt og er þar fyrst og fremst að þakka NEXUS, enda myndasögubúð í heimsmælikvarða!!
Ég hef þó haldið mig við evrópska stílinn í minni myndasögugerð enda erfitt að kenna gamalli blekbyttu að… …skauta!?
Ég ákvað þó, eftir að hafa teiknað Heim Sjonna, mánaðarlega, í Bleikt&Blátt í rúm tvö ár að breyta aðeins til. Næsti, Sjonni, verður nefnilega í Manga/Hentai stíl. Hentai stíllinn (fyrir þá sem ekki þekkja) er í raun XXX-Manga þ-e dónalegt Manga! Ég verð að viðurkenna að ég þekki Manga stílinn ekki vel en datt í hug að reyna og fá “komment” frá ykkur sem fást við að teikna Manga.
Ég get því miður ekki birt söguna á Huga en bendi ykkur á að skoða næsta Bleikt&Blátt sem kemur út í lok maí. Myndin hér til hliðar er úr sögunni.
Mér þætti líka gaman að fá komment frá ykkur um Heim Sjonna. Hvað finnst ykkur og hvað mætti betur fara, þ-e ef þið lesið B&B?
Ég er líka með myndasögu í FÍB blaðinu Ökuþór og svo stutta þriggja ramma sögu í Skólavörðunni, blaði Kennarasambands Íslands ef ykkur langar að sjá meira eftir mig? Þetta eru reyndar, bæði, félagsblöð en það má vera að þið þekkið einhvern?
Endilega “skjótið” á mig gagnrýni!
Bestu kveðjur,
Ingi
www.ingi.net (…er reyndar orðin yfir tveggja ára gömul en þó eitthvað að sjá)
www.facebook.com/teikningi