Ég hef lagt fyrir mig myndasögugerð og mér finnst mér ganga þokkalega. Helstu sögurnar í augnablikinu eru um Náætuna. Náætan er Ljótt skrímsli sem drepur fólk á sem mest brútal hátt og étur það til þess að tileinka sér orðaforða þess. Ekki spyrja. Í byrjun kunni Náætan ekki orð í íslensku en það hefur breyst. Inn í sögurnar koma svo aukapersónur eins og Hráætan, Lágætan og Þáætan. Hlutarnir verða 38 talsins og munu þeir allir birtast í Hasarblaðinu Blek þegar ég nenni að skila þeim.
Fylgist með!