Jæja the burning down the house the show er allavegana myndasaga sem að ég bjó til einn leiðinlegann landafræðitíma í sjöunda bekk meðan rigningin lamdi rúðurnar.
Þar teiknaði ég tvær persónur sem að báðar koma við í hverri einustu sögu (sem ég er búin að skrifa hingað til). Allar persónur hafa það einkenni að augun eru samvaxin . Maxime og Nerdy. Sá fyrrnefndi er aðalpersónan. Hann heytir Maxime (eins og ég sagði áðan ég er enn ekki búin að finna eftirnafn). Það fyrsta sem ég fann upp við þennan gaur var hanakamburinn. Allavegana hann er með hanakamb, eyrnalokk í vinstra eyranu, gengur í rauðri hettupeysu, bláum gallabuxum, gulum og appelsínugulum skóm, með brúnt belti og pínulitla járnkeðju (beltið og keðjan sjást ekki alltaf).
Hann á erlenda mömmu (sem hefur að vísu aldrei sést í sögunum) og talar þess vegna með hreim. Pabbi hans er í hernum og í einni sögunni kemur hann heim með fremur afdrifaríkum afleiðingum. Hin persónann sem ég teiknaði þennan dag í landafræðistílabókina var Nerdy, nördi sem að nýtir hvert tækifæri til að stríða Maxime. Maxime skiptir mjög fljótt skapi og er mjög skapstór þannig að eins og skiljanlegt er missir hann í mörgum tilfellum stjórn á sér og ræðst á Nerdy (meðal annars heftar hann við vegg í einni eða fleiri sögum).
Nerdy er með stór gleraugu (kringlótt) hárið SLEIKT aftur, í hvítri skyrtu, svörtum buxum, pússuðum skóm og með bindi.
Maxime býr í herbergi sem er á stærð við kústaskáp. Herbergið var eitt að því fyrsta sem að ég ákvað eftir að ég hafði skapað þessar tvær persónur. Það eina sem kemst fyrir í þessu litla herbergi er rúm með köflóttu teppi, hilla fyrir ofan það með sex bókum, Matador spili, bókahaldara og sparigrís. Húsið er líka lítið kemst lítið fyrir þar inni.
í stærðfræðitíma um viku seinna rissaði ég upp fleiri persónur. Það sérstaka við þessa sögu þó góð sé ekki þá eru persónurnar margar og fjölbreyttar. Þær sem rissaðar voru í stærðfræðibókina voru Quinse, Pizza Dude, Lil´Suzy, Quinsburger, Prinseble Dick og pabbi Maxime´s. Fleiri persónur lifnuðu við með tímanum og allar höfðu þær sín einkenni.
Princeble Dick er skólastjóri en einnig kennarinn þeirra og refsar Maxime MJÖG oft. Hann gengur um í jakkafötum, með kassalaga gleraugu og hárið er tekið að þynnast. Quinsburger er vinsæll söngvari með sítt, fjólublátt hár og sólgleraugu líkt og Morfeus í the Matrix notar. Quinse er alltaf á skíðum, dúðaður í þykk útiföt, með skíðagleraugu og skíðastafi í höndunum. Hann er sonur Quinsburger en enginn minnist einhvertíman á það af ástæðum sem ég á eftir að finna upp. Pizza Dude er pitsu sendill eins og nafnið gefur til kynna. Hann er skotinn í Lil´Suzy og gerir allt sem í hans valdi stendur til að ganga í augun á henni. Hann er alltaf með pítsukassa í hendinni (eða í flestum tilfellum) hann er alltaf með augun hálflokuð.
Fleiri persónur hafa komið með tímanum m.a. Purky besti vinur Maximes. Hann er með hárið allt standandi út í loftið og þykka bauga vegna þess að hann er tölvunördi. Á meðal annara persóna má nefna Irish, Violet, Ijnia (skamstöfun fyrir I just know it all) og margar margar fleiri. Sögurnar fjalla að mestu um aðferðir Maximes til að gera lífið fjölbreyttara, innihaldsríkara og skemmtilegra (sem að er fylgifiskur vandræðanna).
Ég skít hér í lok greinarinnar inn tveimur spurningum. Fyrir löngu var auglýst hér að Nexus gæfi myndasöguteiknurum tækifæri á að sýna myndasögur sínar 3 maí (held að þetta hafi verið fyrir 2 árum). Er þetta haldið á hverju ári? Og finnst ykkur þessi saga nógu og góð til að senda inn?
Vonast eftir góðum viðtökum og vona að þið komið ekki með skítkast.