1901 Carl Barks fæddist 27.Mars í Merrill, Oregon á bóndabæ.
1910 Fjölskyldan hans flutti og bjó í Kaliforníu í 2 ár þar sem hann byrjaði að teikna, um 10 ára gamall.
1916 Eftir lát móður sinnar, þá hætti Barks í skólanum, 15 ára gamall, til að hjálpa föður sínum á bóndabýlinu. Hann hélt áfram að teikna og tók þátt í námskeiði að nafni “London School of Cartooning”
1918 Hann átti aðeins 100 dollara og flutti til San Francisco til að vinna sem myndasöguhöfundur í fréttablaði en þurfti svo að átta sig á því að þeir höfðu nógu og marga góða teiknara til að taka við byrjendum.
1920 Barks flytur aftur til Oregon.
1923 Barks giftist í fyrsta sinn. Vegna peningaleysis þurfti Barks að flytja til Sacramento til að vinna í fimm og hálft ár hjá “Pacific Fruit Express”.
1928 Byrjaði hann að selja teiknimyndir til “Calgary Eye-Opener”.
1930 Eftir skilnað við fyrstu eiginkonu sína flytur hann aftur til Oregon.
1931 Þegar þunglyndið gerði hann aftur atvinnulausan byrjaði hann að gera teikningu að starfsgrein sinni og hann flutti til Minneapolis til að vinna í ritsjórn á “Calgary Eye-Opener”.
1935 Barks (34 ára) sótti um starf hjá Disney. Hann er fljótt ráðinn eftir nokkrar prufuteikningar. Hann seldi fljótlega hugmyndir til The Comic Strip deildarinnar sem voru svo góðar að Walt Disney áttuðu sig á því að hann yrði bestur í sögudeildinni. Hann hjálpaði svo við 35 stuttteiknimyndir.
1942 Hans fyrsta meðframleidda (með Jack Hannah) teiknimyndasaga birtist í Four Color #9 og hét “Donald Duck Finds Pirate Gold”. Barks fór frá Disney 6.nóvember. Hann flutti þá til San Jacinto, austur af Los Angeles. Hann átti kjúklingabú með seinni konunni sinni. Hann hélt áfram að selja teikningar til nokkra tímarita.
1943 Barks byrjaði að teikna Disney sögur fyrir Western Publishing, fyrsta sagan hét “The Victory Garden” sem birtist í WDC&S #31. Fyrir Maí tölublaðið skrifaði hann einnig handritið.
1947 Barks fann upp Uncle Scrooge (Jóakim Aðalön) í ódauðlega ævintýri hans “Christmas on Bear Mountain”.
1948 Hann fann upp Galdstone Gander.
1951 The Beagle boys (Bjarnabófarnir) eru skráðir í efnisskrá yfir persónur Barks.
1952 Persónan sem líkist Barks mest er fundin upp: Gyro Gearloose (Georg Gírlausi).
1966 Þann 30.Júní, fer Barks á eftirlaun, 65 ára að aldri.
1968 Barks byrjar að teikna olíumálverk með endurnar sem aðalmyndefni.
1976 Þangað til 1976, hafði hann teiknað meira en 122 málverk. Afrit af þessum myndum er hægt að kaupa á http://www.brucehamilton.com
2000 Barks deyr 25.Ágúst heima hjá sér í Grants Pass, Oregon, 99 ára gamall. Hann hafði hvítblæði. Þangað til að endanum, vann Carl Barks á fullu í olímálverkunum sínum.
Tók mig til og þýddi þessa grein yfir á íslensku og sendi inn hingað í von um að brjóta ísinn og fleirri fari að senda inn greinar um t.d. uppáhaldsteiknaranna sína, myndasögur o.fl, o.fl.