Superman er án efa ein af þekktustu teiknimyndapersónum sögunnar. Alveg síðan hann kom fyrst á sjónarsviðið hefur hann leitt þá braut sem ofurhetjur hafa skapað sér.
Jerome Jerry Siegel (1914-1996) og Joel Shuster(1914-1992) sköpuðu Superman fyrst sem illmenni en sú saga seldist ekki svo þeir settu hann hinum megin við hliðina og gerðu samning við “Action Comics”.
Fyrsta blaðið kom út 1.júní 1938. Þeir seldu höfundarréttinn á 130 dollara(það var meiri peningur þá) og seinna árið 1947 vildu þeir meiri pening þarsem gríðarlega aukning varð á vinsældum Supermans en það orsakaði bara til þess að þeir urðu reknir. Seinna, árið 1978, fóru þeir félagar í mál við fyrirtækið og báru sigur úr býtum. Fengu 35 þús. dollara greiðslu árlega frá fyrirtækinu sem eignaði sér hugmynd þeirra.
Superman kom frá plánetunni Krypton. Faðir hans Jor-El og móðir Lara sendu hann burt frá Krypton í lítilli geimflug þar sem þau vissu að senn myndu þau öll farast þegar plánetan springi. Réttu eftir að geimfarið fór af stað sprakk Krypton og þar með missti Kal-El(kryptoníska nafn Supermans) fjölskyldu sína. Hann var marga mánuði á leið sinni þar til hann lenti á Jörð í Kansas-fylki í USA. Þar tóku hjónin Jonathan Kent og Martha Kent við honum og ólu hann upp í bænum Smallville. Hann fékk jarðneska nafnið Clark Kent. Í Smallville kynntist hann æskuást sinni Lönu Lang og lærði að stjórna kröftum sínum. Hann lærði t.d. ekkert að fljúga fyrr en eftir unglingsárin. Á milli þess sem hann fór frá Smallville til Metropolis þá ferðaðist hann um allan heim til að finna út hvers hann ætlaðist til af lífinu. Hann ákvað að nota krafta sína til þess að hjálpa þeim sem þurftu. Hann klæddist þá fyrst þeim fallega Superman-búningi sem allir þekkja í dag. Hann gekk undir tveimur nöfnum(Clark Kent og Superman) svo að illmenni gætu ekki ráðist á ástvini hans til þess að finna höggstað á honum. Hann fékk sér svo vinnu hjá Daily Planet sem Clark Kent til að vera í betra sambandi við umheiminn(fréttir af öllum stórslysum og vanda í heiminum sem hann gæti kannski komið í veg fyrir).
Erfitt er að átta sig á því að vera með næstum guðdómlega krafta skuli leggja allt í sölurnar fyrir aumar verur einsog menn. Superman hefur líklegast verið hræddur við að missa stjórn á sér þar sem hans kraftar höfðu nær engar hömlur. Hann hefur því bara ákveðið sjálfur að setja sér hömlur með því að einstetja sér að hjálpa öðrum. Hann gat ekki gert allt sem hann vildi. Þar sem neyð var varð hann að vera. Hann leit ekki einu framhjá því þótt köttur væri fastur uppí tré. Það sýnir góðmennsku hans.
Kraftar Supermans eru margvíslegir. Hér verða gerð skil af þeim:
1) Hann er næstum ósæranlegur. Særanleiki hefur hinsvegar breyst í tímanna rás. Allt frá því að geta þolað sprengingar stjörnu til þess að særast við kjarnorkusprengingu.Byssukúlur hrökkva af honum einsog vatn.

2) Röntgen-sjón gerir honum kleift að sjá í gegnum alla hluti nema blý. Hann getur séð í gegnum veggi og margskonar hluti en hann getur þó ekki starað beint í gegnum manneskju.

3) Ótrúlega góð sjón hans(Telescopic vision) gerir honum kleift að sjá hluti í nokkurra km fjarlægð afar vel.
Þegar hann bindir saman röntgen og Telescopic þá kallast það OFURSJÓN.

4) Superman getur líka séð rafsvið ef hann vill. Innrauð og útfjólublá
ljós. En það gerir honum einmitt kleift að sjá auðveldlega í myrkri.

5) Laser-sjón er frábær fyrir hann þegar hann þarf að berjast úr
fjarlægð. Hitageislarnir sem komu úr augum hans eru nær ósýnilegir fyrir augum folks svo hann getur notað þennan hæfileika nær hvar sem er án þess að koma upp um sig. (Hann rakar sig m.a. með laser-sjón)

6) Ofurheyrn sem orsakar það að hann heyrir allt á öllum tíðnum.

7) Hann getur flogið með krafti hugans.

8) Ofurandardráttur sem kemur fram bæði í því að hann getur feykt
heilum byggingum og framkallað gífurlegan kulda.

9) Ofurhraði sem hefur verið mjög misjafn í gegnum tíðina. Fyrst
hraðari en byssukúla en á tímum guðdómlegra krafta gat hann farið margfalt hraðar en ljósið en er aftur settur í nær sama hraða of fyrst.

Kraftar Supermans hafa verið stórlega ýktir síðan hann kom fyrst fram. Frá fjórða áratugnum frá á sjöunda áratuginn var Superman næstum jafn öflugur Guð. Hann gat flogið gegnum stjörnu án þess að skaðast og ferðast um tímann með því að hreyfast hraðar en ljósið(sem er vísindalega ekki hægt:p) svo gat hann lyft hverju sem er(heillri plánetu). Árið 1986 var hann samt endurgerður og voru kraftar hans sneiddiru verulega. Hann gat ekki flogið hraðar en ljósið og gat ekkert auðveldlega hrist af sér kjarnorkusprengingu. Þrátt fyrir þessar “endurbreytingar” þá er Superman samt einn af sterkustu og öflugustu ofurhetjum samtímans. Þess má líka að geta að kraftar hans hafa smáaukist frá árinu 1986. (En ég bendi aðdáendur að athuga vel þættina Justice League þar sem Superman er foringi fríðs föruneytis með Batman, Wonder Woman, Hawkgirl, Green Lantern og Martian Manhunter innanborðs. En þar einmitt finnst mér Superman gerður alltof veikburða þar sem hann þolir ekki skothríð úr venjulegri þotu)



Þar sem við erum búin að ræða krafta Supermans er þá ekki best að ræða veikleika hans:
Einsog við vitum er uppspretta allra krafta Superman, Sólin. Sólin okkar er ólík þeirri sól sem skein á Krypton að því leyti að hún var rauð en okkar er gul. Geislar okkar sólu veita Superman þessa krafta en hann væri um leið sviptur kröfum sínum undir rauðri sólu.
Kryptonite er líklegast þekktasti veikleiki Supermans. Þetta er grjót sem kom með geimflau hans á leið til jarðar. Kemur frá heimaplánetu hans, Krypton, og Superman er skyndilega sviptur öllum kröfum sínum í nærveru þess og græna kryptonitið mun leiða hann til dauða. Gerðar voru margar aukagerðir af kryptonite í ýmsum litum. Einu tvær tegundirnar sem eiga sér raunverulegan stað er það græna og hinsvegar það rauða. Græna veikir hans líkamlegu hlið og dregur hann til dauða en það rauða gerir hann í raun illan. Það ruglar hann í kollinum og mætti segja geri hann veikburða “andlega”. Rauða kryptonítið hefur einnig haft aukaverkanir s.s. það að það óx eitt sinn maurahaus í stað höfuðs Supermans eftir að hafa verið nálægt því of lengi.
Hinar “aukagerðirnar” eru:
Blátt: skaðlaust fyrir Krypton-búum þ.á.m. Superman. En banvænt fyrir Bizarro(illa skapað klón af Superman).
Hvítt: aðeins skaðsamt varðandi plöntulífi
Gull: “skaðsamasata” kryptonítið. Ef Superman hefði einhvertímann orðið fyrir árhrifum þess þá yrði hann rændur öllum sínum kröftum að eilífu. Þetta kryptonít á að hafa orðið til þegar rautt eða grænt verður fyrir mikilli geislun. ÞETTA DREPUR HANN ÞÓ EKKI.
Superman er einnig viðkvæmur fyrir göldrum. Þannig að galdramaður eða bara venjuleg manneskja sem býr yfir smá göldrum getur orðið skaðsöm gagnvart Superman.


Í baráttu sinni fyrir hinu góða þá er Superman ekki einn.
Krypto: Kryptonískur hundur sem býr yfir mannlegri greind og ofurmannlegum styrk og hraða. Hann berst þó einsog dýr og því er honum ekki leyft að ganga um frjáls. Hann á heima í Fortress of Solitude(leyniheimili Supermans) þar sem hann getur engan skaðið og svo fer hann út með fylgd Supermans þar sem hann er sá eini sem gæti hamið hann. Ath. samt að Krypto er ekkert villidýr sem ræðst á allt. Hann er bara með þessi dýrseinkenni ef hann verður fyrir áreiti þá myndi hann verja sig.
Supergirl: frænka Supermans frá Krypton sem tekur við af honum þegar hann deyr(kem að því seinna). Hún var síðasta afkomandi Krypton. Þar sem höfuðborg plánetunnar á að hafa komist af og á að hafa reikað um geiminn í 15 ár. Kryptonite dró að lokum alla krypton-búa til dauðans nema hana. Hennar kryptóníska nafn er Kara Zor-El. Hún var send til Jarðar til að vera alin upp af Superman.(Supergirl er hliðarpersóna sem hefur myndað sér stóran sess.)

Hver einasta hetja verður að hafa óvin og þeir helstu verða nefndir hér:
Lex Luthor: ótrúlega gáfaður einstaklingur sem á sér það eina takmark að eyða Superman. Hann hefur notað Kryptonite, ferðast um tímann, náð í verur í fjórðu vídd og fengið hjálp frá öðrum óvinum Supermans(s.s. Brainiac). Þrátt fyrir allar sínar tilraunir þá hefur Superman alltaf borið sigur úr býtum en alltaf tekst Lex að sleppa annaðhvort úr höndum Supermans eða úr fangelsi(Superman er svo góður að hann skaðar ekki óvin sinn þó það stafi hætta af honum). Þó að Lex sé ekki hættulegasti óvinur Supermans þá er hann samt talin vera helsti óvinur þar sem hann hefur verið með Superman alveg frá upphafi.