Ég ætla byrja á því að segja að ég er ekki aktívur á þessu áhugamáli, og það gæti vel verið að grein um þessa seriu sé þegar kominn.
En allavega…


Lone Wolf and Cub, Kozure Okami.
skrifuð af Kazuo Koike og teiknuð af Goseki Kojima.
Þetta er Japönsk teiknimynda saga um samurai að nafni Ogami Itto. Hann gerist launmorðingi þegar konan hans er drepin, launmorðingi að nafni Kozure Okami, og þýðir það Lone Wolf and Cub, Okami er orðaleikur á nafnið Ogami.

Ég ætla ekki að fjalla mikið um söguna, enda er hún nærri 8300 síður í allt, allar í svarthvítu og teiknaðar með penna, einstaklega vel teiknað. Þessi saga sem er skrifuð rétt eftir seinni heimsstyrjöldina, er enn talið mikið “benchmark” í japönskum teiknimyndum. Þ.e. þetta er sagan sem allar aðrar samurai teiknimyndir eru bornar saman við. Hún er sögð í litlum köflum.

Það sem heillar mig er hversu “töff” Ogami itto er, alltaf þegar ég horfi á vestræna bardagamynd(Zorro, Víkingamyndir og þannig) og sé hann fyrir mér berjandi hvern einasta mann bara með coolinu. Alltaf rólegur og yfirvegaður, aldrei óþarfa æsingur, og hreinn Bushi(Bushido er “Way of the warrior”, Bushi er þá “Warrior”, en þetta er ákveðið status). Það er ótrulegt hversu vel allt umhverfi er, og maður staldrar næstum því lengur við í gluggunum þar sem er einungis að sýna bæjarstæði eða fjöll, ótrulega flott teiknað. Bardagaatriðinn eru líka vel teiknuð, maður sér alveg hraðan, áttina og hreyfingar. Þetta er vanmetið oft. Það eru ekki margir teiknarar sem ná að hafa bardagaatriði hrein og vel skipulögð.

En þetta eru 28 bækur allt í allt, sagan frá upphafi til enda heldur manni alveg við efnið, en ég verð að segja þetta, ef þið ætlið að lesa hana, takið hana í réttri röð.

Já, ótrulega flott efni, ég mæli alveg með henni þessari.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil