Jæja… Þetta verður stutt grein…

Ég var að leggja frá mér ‘The Sandman : Endless Nights’, Nýjustu bók Neal Gaiman…

Það verður að segjast að ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

Bókin er smásagnasafn sem inniheldur 7 sögur, ein saga um hvert af systkinunum, allar teiknaðar af mismunandi listamönnum, og útfærslurnar því afskaplega ólíkar sem gerir það mun skemmtilegra að lesa hverja sögu fyrir sig.

Bókin er bæði afar klassísk fyrir sandman sögurnar, en samt með einhverju nýju. ‘Sandam’-legasta sagan er ef til vill sagan um Despair, en í stað einnar stórrar sögu eru málaðar up margar mismunandi myndir örvæntingar í örstuttum, sundurslitnum sögum.
Ég er ein af þeim sem hef lengi beðið eftir einhverskonar framhaldi af Sandman (Upprunalega, ekki hvíta) og var þessi endurkoma Endless-systkinana alls ekki svo slæm.

Ég vildi bara benda öðrum myndasögulesendum á þetta sannkallaða meistaraverk, og hvetja alla, sérstaklega þá sem hafa lesið upprunalegu Sandman-seríuna, til að láta þessa bók ekki framhjá sér fara.


Kaycie - The original comic book villain