Þýtt lauslega af:www.williams.com/astronomy/jsd/asterix/history.htm
Árið er 50 fyrir krist
Rómverjar stjórna Gallíu. Reyndar ekki alveg allri… Eitt smáþorp gaulverja berst harkalega gegn þeim. Og lífið er ekki auðvelt hjá hermönnunum sem gæta herbúðanna Tototum, Aquarium, Laudanum og Compendium.
En förum út í smá baksögu.
Asterix var skrifaður af tveimur höfundum, René Goscinny og Albert Uderzo sá seinni var hugmyndasmiður en sá fyrrnefndi teiknarinn. Asterix birtist fyrst árið 1959 þegar hann birtist í blaðinu Pilote. Eftir að fyrsta blaðið kom út, var blaðið í umsjón Dargoud Inc. þar til Uderzo stofnaði eigin útgáfu með nafninu “Les Editions Albert Rene.”
En hvar er Gallía, jú, Frakkland hét á þessum tíma Gallía. Gaulverska þorpið sem Asterix er frá er í N-Vestur Frakklandi, á svæði sem einnig þekkist sem Breton. Frakkland var þá land Júlíus Cesars, sem reyndi ítrekað að ná heimsyfirráðum!
En um söguna sjálfa,Asterix fjallar um ævintýri tveggja aðalpersónanna, Asterix og Obelix(Ástríkur og Steinríkur). Hver bók tekur þá til framandi landa þar sem þeir berjast gegn yfirráðum rómverjanna. Fyrir utan að hjálpa fólkinu læra þeir gjarnan eitthvað athyglisvert um menninguna. Svo fara þeir stundum til nágrannalandanna og rekast ef til vill á nokkra rómverja. Sama samt hvað þeir gera, þeir skemmta sér alltaf jafn vel. Meira um Asterix á asterix.co.nz og ef þú ert á leið til Frakkland er kjörið að koma við í Parc Asterix skemmtigarðinum en heimasíðan er www.parcasterix.com.