Eftir að hafa heillast svona rosalega af litla stráknum Squee, varð ég að fara lesa
Johnny the homicidal maniac betur. Ég hringdi upp í Nexus og pantaði JTHM
bókina, og loksins um daginn fékk ég hana í hendurnar.
JTHM er helsta verk Jhonen Vasquez, og gerði hann frægann í myndasögusenunni.
Sögurnar eru um svona dáldið, humm, vanstilltann einstakling sem heitir Johnny
C (Vinir hans kalla hann NNY). Hann býr í hálfgerðum kofa einhversstaðar í
úthverfi í bandaríkjunum. Það er lítið vitað um fortíð hans, og hann man ekki einu
sinni sjálfur hvernig hann endaði í þessum kofa. Kofinn leynir á sér því undir
honum eru ótal kjallarahæðir þar sem allskyns pyntingartól og hugarverur Johnny
halda sig.
Johnny er alltaf einn og frekar einmana, en á samt nokkra vini sem hann hefur
búið til sjálfur í huganum. Sumar reyna að spilla honum og fá hann til að drepa
sig, eins og hveitibrauðskarlarnir Mr. Fuck, og Psycho Doughboy, og svo
Nailbunny (kanína sem hann keypti einu sinni og hengdi uppá vegg) sem reynir
alltaf að hvetja Johnny og tala hann útúr allskonar vitleysu.
Johnny drepur fólk. Oftast á kvalafyllsta hátt sem er mögulegur. Ástæðurnar eru
margvíslegar, einhver er talandi í bíói við uppáhaldsmyndina hans, einhver dæmir
hann af útliti hans, einhver segir einstök orð sem honum líkar illa við, eða hann
vantar blóð. Nei, hann drekkur ekki blóð, og er frekar illa við allskyns
líkamsvessa. Hann þarf blóðið til að mála ákveðinn vegg á efri hæðunum. Blóðið
verður alltaf að vera blautt, annar verður hann eins og svampur og eitthvað
djöfullegt byrjar að brjótast út.
Einu sinni eyddi hann kvöldi með stelpu sem heitir Devi, og vinnur út í bókabúð
rétt hjá Johnny. Hann naut þess að vera með henni, og henni fannst hann frábær.
Þegar kvöldinu var að fara ljúka komst Johnny að því að hann var hamingjusamur.
í fyrsta sinn á ævinni. Hann hafði aldrei upplifað það áður, og Mr. Eff (Fuck) birtist
og sagði honum að ef hann vildi að það entist yrði hann að drepa hana svo að
hann gæti átt augnablikið að eilifu. Hann réðst á hana en hún barði hann í klessu.
Annað skrítið við Johnny er það að hann virðist aldrei nást, né geta dáið. Það
virðist sem eitthvað illt afl verndi hann. Hann drepur fólk oft á almannafæri (þó
honum finnst skemmtilegra að taka það með heimm) og aldrei hefur Lögreglan
nokkra hugmynd um hvar hann er. Hann reynir oft að drepa sig, en alltaf virðist
eitthvað klikka. Skotin í byssunni búin, eða rafhlaðan í rafmagnsbyssunni tóm.
Johnny er frekar ráðvilltur náungi og hann er oft að pæla í mjög áhugaverðum
hlutum, eins og til dæmis um muninn á raunveruleika og ímyndun, hver er
skilgreiningin á skynjun? Eru hlutirnir í ísskápnum ennþá til þegar þú lokar
hurðinni? Og af hverju er fólk svona mikil fífl.
Þessi bók er frábær, alveg eins og Squee bókin sem ég skrifaðu um fyrir nokkru.
Ég hef lika verið að tékka á öðru stöffi frá Jhonen Vasquez, eins og til dæmis
Fillerbunny, Kanínunni sem er hönnuð til að taka upp pláss á síðum og þráir
ekkert meira en að deyja, og svo Invader ZiM, geimveran sem er að reyna taka yfir
jörðina.