Hang up on the hang low er bók númer þrjú í þessum flokki. Hún safnar blöðum 15-19 af seríunni 100 skotkúlur.
Þessi bók fjallar um Loop, ungann blökkumann sem fær tækifæri. Þungamiðjan í þessu öllu, Agent Graves kemur í heimsókn og bíður honum byssu og 100 órekjanlegar kúlur. Ásamt því mynd af föður hans og heimilisfang hans. En faðir hans stakk af í æsku og þekkir ekki son sinn og öfugt.
Ég reyni ekki að segja of mikið en Loop flækist síðan í starf föður síns og þaðan er bara svona spyral to infinite doom ef mér leyfist að sletta og segja hallærislega hluti. Semsagt hefnd blóð, svik og prettir.
Þetta er reyfari af bestu sort finnst mér og góð lesning. “Hefndin hefur aldrei verið svona sæt”.
Gaman að minnast þess að 100 bullets vann Eisner verðlaunin 2001 fyrir bestu seríusögu eða þannig.
En eins og ég hef minnst á er Brian Azzarello höfundur og Eduardo Risso teiknarinn, þetta er hugarfóstur þeirra og það er mega-sega flott.